Kjarninn - 16.01.2014, Page 44

Kjarninn - 16.01.2014, Page 44
05/07 viðtal „Á sunnudeginum fór verkurinn vaxandi þannig að ég ákvað að leggja fyrr af stað heim. Á leiðinni ágerðist hins vegar verkurinn svo mikið að ég átti í mestu erfiðleikum með að halda meðvitund við aksturinn vegna sársauka,“ segir Hannes, en um 300 kílómetrar skilja Minden og Eisenach að. „Þegar ég nálgaðist húsið þurfti ég að hringja í Hörpu til að hjálpa mér inn með Jóa, því ég gat ekki gert neitt. Ég var gjörsamlega að drepast.“ Lítið varð úr svefni hjá Hannesi þessa nótt vegna sársauka og því varð úr að hann fór á sjúkrahúsið strax morguninn eftir. Þar var ákveðið að leggja hann inn. „Þegar ég hef komið á sjúkrahúsið í krabbameinsmeðferðina hef ég fengið að vera á mjög þægilegri stofu á krabbameinsdeildinni. Til þess að koma sem minnstu raski á fjölskylduna, fyrst það átti að leggja mig inn, bað ég um að fá að vera á þessari stofu.“ Hannes var færður á stofuna, þar sem hann beið eftir að fá læknisaðstoð. Þar var honum reglulega gefið morfín til að halda sársaukanum niðri. En aldrei kom læknirinn. „Ég var í hálfgerðu móki og bað um að það kæmi læknir að skoða mig. Þrálát meiðsli Hannes hefur í gegnum tíðina átt við þrálát meiðsli að etja í öxl, eins og margur hand- knattleiksmaðurinn.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.