Kjarninn - 16.01.2014, Side 49

Kjarninn - 16.01.2014, Side 49
02/06 álit ég hróðugur: „Pabbi veit svarið við þessu.“ Nú vill þannig til að ég og Davíð Oddsson, fyrrum landsfaðir og núverandi ritstjóri, vitum allt – það sem ég ekki veit (og það er margt) virðist hann vita. Hann er með svar við flestu. Til að flýta fyrir ætla ég að tína til það helsta sem ég veit en ekki hann. Við Davíð höfum aldrei ræðst við þó að ég hafi kosið hann á sínum tíma og við stutt sömu stjórnmálastefnuna, hann í framvarðarsveit en ég sem atkvæði. Ég hóf afskipti af stjórnmálum í janúar 2009 því að mér fannst, eins og mörgum sjálfstæðis- mönnum þá, með ólíkindum að forystusveit flokksins tæpti hvergi á því einu orði að hugsanlega hefði flokkurinn gert mistök sem hefðu stuðlað að, leitt til eða aukið við þann mikla vanda sem hrunið var. Á fundi sjálf- stæðismanna í lok janúar 2009, sem boðað var til á Grand Hotel í kjölfar stjórnarslita, var ekki mikla auðmýkt að finna hjá forystu- sveit flokksins. Mér fannst þessi nálgun vera röng og taldi að ef ekki yrði beygt af þessari „við gerðum ekki neitt vitlaust“ leið myndi flokkurinn og sú stefna sem hann á að túlka fá lítið fylgi í kosningum og við myndum vinna okkur hægar en efni stæðu til úr vandanum. Sú varð og raunin. Á fyrrnefndum fundi setti Geir H. Haarde á laggirnar Endurreisnarnefnd og fékk Vilhjálm Egilsson til forystu. Þetta veit Davíð Oddsson. En hitt veit hann kannski ekki að ég hitti Vilhjálm á þessum fundi og sendi honum í tölvupósti sex síðna samantekt atriða sem ég taldi að flokkurinn þyrfti að viðurkenna opinberlega að gera hefði mátt betur. Horfa inn á við. Að það væri frumforsenda til að öðlast traust fólks í landinu að nýju að mæta í kosningar með uppgerða fortíð í farteskinu, sýna auðmýkt og læra af reynslunni. Þetta skrif- aði ég Vilhjálmi meðal annars: „Ég er þeirrar skoðunar að nú verði að fara fram upp- gjör við fortíðina. Ísland er svo gott sem gjaldþrota og við sjálfstæðismenn vorum skipstjórar, svo notað sé vinsælt „Á fundi sjálfstæðis manna í lok janúar 2009, sem boðað var til á Grand Hotel í kjölfar stjórnar- slita, var ekki mikla auðmýkt að finna hjá forystu- sveit flokksins.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.