Kjarninn - 16.01.2014, Side 52
Q Einkavæðing bankanna.
Óumdeilt er að rétt hafi verið
að einkavæða þá banka sem
voru í eigu ríkisins árið 2002.
Með því leystist úr læðingi
kraftur sem var atvinnulífinu
nauðsyn legur. Pólitísk fyrir-
greiðsla skyldi líða undir lok
og skilvirkni markaðarins
ráða. … Mjög er hins vegar
gagnrýnt hvernig var staðið að
einkavæðingu þessara tveggja
banka. Ferlið var ógagnsætt
og hagstæðari tilboð fyrir
ríkissjóð á alla hefðbundna
mælikvarða voru sniðgengin.
Ekki var fylgt upphaflegri
aðferðafræði, svo sem um
dreifða eignaraðild. Bankarnir
lentu, að einhverju marki eftir
pólitískum línum, í höndum
aðila sem voru reynslulitlir í
bankastarfsemi (alþjóðlegri
sérstaklega).
Q Peningamálastefnan.
Verðbólgu markmið SÍ, frá 2001,
hefur aldrei náðst. Hagkerfið er
lítið og opið og gjaldmiðillinn
örsmár í alþjóðlegum saman-
burði. Verðbólgan hefur oftar
en ekki verið í tveggja stafa
tölu. Verðbólga mikið vanda-
mál frá lánaþenslunni þegar
árin 2004-5.
Q Uppgangur fjármálageirans.
Stjórnvöld og Seðlabankinn
brugðust of seint við mikilli
stækkun bankakerfisins –
leyfðu óheftan vöxt án þess að
auka eigið fé SÍ – og stækka
varagjaldeyrissjóðinn.
Q Ábyrgðir ríkisins í reynd.
05/06 álitDragðu dálkana til hægri eða
vinstri til að sjá allan úrdráttinn
ekki að njóta þess góða sem flokkurinn gerði fyrir landið
og getur gert fyrir landið. Flokkurinn mun ekki fá meira en
24-28 prósent í kosningum og áhrifin til að móta samfélagið
eftir sjálfstæðis stefnunni verða því lítil. Sjálfstæðismenn eru
langtum fleiri en 28 prósent þjóðarinnar, en þá er nú búið að
hrekja í aðra flokka – þeir hafa misst (vonandi tíma bundið)
trúna á framvarðar sveit Sjálfstæðisflokksins. Í síðustu
alþingis kosningum galt flokkurinn afhroð, fékk 26,7 prósent
atkvæða, og það í kjölfar einnar óvinsælustu ríkisstjórnar á
byggðu bóli. Afhroð.
„gjör rétt, þol ei órétt“
Núverandi forysta flokksins verður líka að hafa kjark til
að horfast í augu við raunveruleikann. Vera tilbúin að tala
um hann umbúðalaust. Það mun verða erfitt að heyra fyrir
Davíð, Kjartan Gunnarsson og marga, marga fleiri. Ekki bara
þá sem stóðu í brúnni, heldur líka hina sem fylgdu. Líka mig,
sem kaus þessa menn. En satt er satt og þrátt fyrir allt er eitt
af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. „Gjör rétt, þol ei órétt“.
samandregnar helstu niðurstöður hóps um uppgjör og lærdóm um
hvar sjálfstæðismenn hefðu getað gert betur
Smelltu til að
sjá skýrslu
Endurreisnar-
nefndar
Sjálfstæðis-
flokksins