Kjarninn - 16.01.2014, Page 54

Kjarninn - 16.01.2014, Page 54
01/06 pistill É g er hætt á Facebook. Allavega í bili, nema þá að þessi pistill valdi slíkri spennu í innra lífi net- fíkilsins að ég fyllist knýjandi þörf fyrir að byrja strax aftur bara því ég sagðist vera hætt. Ég vona ekki. Ég hef einu sinni áður reynt að hætta og hélt bindindið út í viku. En þá fann ég fyrir fráhvarfseinkennum strax á fyrsta degi, innst inni langaði mig alls ekki til að hætta. Mig langaði að vera áfram í partíinu með öllum hinum; rugla þar og röfla, skandalísera með yfirlýsingum sem halda ekki vatni, fara á trúnó með ókunnugum, hnakkrífast við mína nánustu um borgarskipulag, flugvöllinn, efnahagsmál – eða hvað það nú er hverju sinni. Já, mig langaði að rífast við þá sem mér þykir vænt um en deila myndum af barninu mínu með prófílum undir torkennilegum heitum sem ég hef samþykkt sem vini því í hégóma mínum er ég svo hrædd um að þeir gætu mögulega verið í einhverjum lesklúbbnum sem Ég heiti auður, ég er facebook-fíkill Auður Jónsdóttir skrifar um Austur-Þýskaland nútímans, Facebook-notkunina og hvernig hinir ósýnilegu skrásetjarar hafa áhrif á líf okkar pistill auður jónsdóttir rithöfundur kjarninn 16. janúar 2014

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.