Kjarninn - 16.01.2014, Page 62

Kjarninn - 16.01.2014, Page 62
03/04 lÍfsstÍll tímasetningar koma upp í skýrslum þeirra sem fóru að hans fyrirmælum í fjallið. Til þess að taka af allan vafa um hvaða stein væri átt við fékk þjálfarinn vin sinn til þess að búa til þetta skilti og þeir fóru svo upp eftir og skrúfuðu það á steininn. Síðan hefur steinninn heitið Steinn. Írskt prinsessuheiti? Allan tímann var ljóst að Esjan sem slík héti Esja en um upp- runa og merkingu þess nafns eru til nokkrar sögur. Var Esja göldrótt írsk kerling sem kom með Örlygi landnámsmanni að Esjubergi? Er þetta kannski írskt prinsessuheiti eða er nafnið einfaldlega heiti á steintegund? Sumir segja að esja eða ysja merki lausamjöll en sjálfum finnst mér skemmtilegust sú skýr- ing að þegar snjór er að bráðna úr fjallinu á vorin megi stund- um lesa heitið Esja með stórum stöfum á rúnaletri úr sköfl- unum sem sitja eftir í giljunum. Kunnátta og lestur á rúnir er ekki nógu útbreidd á vorum tímum til þess að tekist hafi að staðfesta þessa sögu. Esjan, nánar tiltekið leiðin upp á Þverfellshornið, er án efa einhver vinsælasta gönguleið á landinu. Þangað sækja útivistarmenn sem vilja nálgast náttúruna, fjölskyldur í fjall- göngu, hlauparar í þjálfunarprógrömmum, erlendir ferða- menn og alls kyns gönguhópar stórir og smáir. Margir eiga tiltekinn dag í vikunni sem er alltaf nýttur til Esjugöngu með vinum og félögum. Samfélagið í hlíðum Esjunnar er bæði fjölbreytt og litríkt. Fagurt er til fjalla Göngumenn í þæfingsfærð á leið á Esjuna síðasta laugar- dag í einstaklega fallegu veðri.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.