Kjarninn - 16.01.2014, Síða 76

Kjarninn - 16.01.2014, Síða 76
03/03 Kjaftæði Það má velta því fyrir sér hvaða ástæður liggja að baki þessu. Ein ástæðan gæti verið sú að sumir telji sig ekki hafa þýðingu í umræðunni nema þeir séu reiðir yfir einhverju. Svo getur verið að einhverjir fái „kikk“ út úr því að vera reiðir. Þá má nefna að íslenskir blaðamenn eru alltaf að leita að fréttum og þurfa að fylla dálksentimetra. Í gúrkutíð getur verið að ýmislegt rati í miðlana sem allajafna ætti ekki erindi þangað inn. Ég legg til að í stað þessa reiðikvótakerfis verði komið á sérstöku sóknardagakerfi. Í tíu daga á hverju ári myndum við öll vera hoppandi reið út af einhverju, en í staðinn yrðum við 355 daga á ári sultuslök, elskandi allt og alla. Ég held að það gætu orðið góð skipti. Að öðrum kosti mætti koma á sérstöku reiðigjaldi sem myndi renna til allrar þjóðarinnar fyrir að þurfa að umbera alla þessa reiði. Í anda hinnar vísindalegu aðferðafræði vil ég þó taka fram að tilgáta mín um lögmál reiðinnar gæti auðvitað verið röng.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.