Kjarninn - 30.01.2014, Page 14

Kjarninn - 30.01.2014, Page 14
03/10 Húsnæðismál mun umsvifameiri á íbúðamarkaði en talið hefur verið Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu GAMMA Centrum á sjóðurinn um 160 íbúðir sem eru í skamm- og langtímaleigu. Samkvæmt rannsókn Kjarnans er GAMMA mun umsvifa- meira á íbúðamarkaði en þessi tala gefur til kynna. Kjarninn hefur upplýsingar um að sjóðir GAMMA eigi um 350 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, ríflega 190 fleiri íbúðir en fullyrt er á heimasíðu félagsins. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans á GAMMA Centrum 120 íbúðir, sjóðurinn Eclipse um sextíu íbúðir, sameignarfélagið V2-8 ríflega fimmtíu og LL03, LL04 og LL05 svipaðan fjölda, en það eru sömuleiðis sameignarfélög í eigu sjóða GAMMA eins og V2-8. Restin, um sjötíu íbúðir, er í eigu annarra sjóða á vegum GAMMA. Engir ársreikningar eru til um ofangreinda sjóði og upplýs- ingar um hluthafa þeirra eru á huldu. Þeir eru allir með heim- ilisfesti að Klapparstíg 29, þar sem GAMMA er til húsa, en þess má geta að 121 félag er skráð til heimilis þar, þar af 51 virkt. miðborgin vinsælust Sjóðir á vegum Gamma hafa sankað að sér íbúðum mið- svæðis í Reykjavík á síðustu misserum, enda gera spár ráð fyrir að þar verði ekkert lát á eftirspurn eftir íbúðum og verð á þeim muni fara ört hækkandi á næstu árum. Mynd: Birgir Þór

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.