Kjarninn - 27.03.2014, Side 16

Kjarninn - 27.03.2014, Side 16
03/07 lífEyrismál höfðu Íslendingar alls tekið út tæplega 100 milljarða króna af séreignarsparnaði sínum, sem sumir hverjir höfðu safnað árum saman til að milda tekjulækkunarhöggið sem þeir yrðu fyrir þegar á eftirlaun yrði komið. Sparnaðurinn var tekinn út án þess að hafa ávaxtast að neinu viti og búið var að draga frá kostnað vegna umsýslu hans. Þessar úttektir hafa skapað ríkinu tugmilljarða króna tekjur. Þær tekjur verða þó ekki til úr loftinu einu saman. Þvert á móti eru þær teknar að láni frá framtíðarkynslóðum. Í dag er sú upphæð sem landsmenn eiga í séreignar- lífeyrissparnaðarsjóðum og öðrum vörsluaðilum um 380 milljarðar króna. Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær mun fólki verða gert kleift að greiða séreignarsparnaðariðgjöld sín í þrjú ár inn á höfuðstól húsnæðislána skattfrjálst í stað þess að þau safnist saman í slíkum sjóðum. Meðaltalsgreiðsla þeirra sem greiða í séreignar lífeyrissparnað er um 16 þúsund krónur á mánuði með mótframlagi atvinnurekanda. Meðalhjón eru því að greiða 32 þúsund krónur á mánuði og munu geta greitt tæp- lega 1,2 milljónir króna inn á höfuðstól sinn á þeim þremur árum sem tilboð íslenska ríkisins nær til. Á meðan greiðir fólkið ekkert í séreignarlífeyrissparnað. Og flest launafólk þarf á slíkum að halda ef það ætlar sér að vera með tekjur yfir lágmarksframfærslu þegar það verður gamalt.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.