Kjarninn - 27.03.2014, Side 8

Kjarninn - 27.03.2014, Side 8
02/06 Efnahagsmál þ eir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynntu blaðamönnum tvö frumvörp um leiðréttingu höfuðstóls verð- tryggðra fasteignalána í Iðnó síðdegis í gær. Á sama tíma var frumvörpunum dreift á Alþingi. Frumvarpanna hefur verið beðið með nokkurri eftir- væntingu, en tvímenningarnir kynntu leiðréttinguna svokölluðu á stórum fundi í Hörpu í lok nóvember. Málið er risavaxið fyrir ríkisstjórnina, enda ein helsta ástæða þess að Framsóknarflokkurinn komst til valda eftir síðustu alþingiskosningar. Frumvörpin fjalla annars vegar um beina niðurfærslu á höfuðstóli verðtryggðra húsnæðis- lána og hins vegar lagabreytingar þannig að fólk geti annaðhvort safnað sér í formi séreignar- sparnaðar og varið upphæðinni til niðurgreiðslu á höfuðstóli húsnæðis láns eða til fjárfestingar í húsnæði. Séreignarsparnaðurinn verður skattfrjáls á þriggja ára tímabili, frá og með 1. júlí á þessu ári. breytt viðmiðunartímabil Þegar leiðréttingin var kynnt á áðurnefndum blaðamanna- fundi var fullyrt að hún myndi ná til þeirra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á tímabilinu frá því í desember árið 2007 til ársloka 2010. Í frumvarpinu um höfuðstólslækkunina, sem kynnt var í gær, hefur tímabilinu verið breytt og nær nú til fasteignalána sem veitt voru á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember árið 2009. Spurður um breytt viðmiðunartímabil svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því til að það hefði auðveldað úrvinnslu mikið og breytingin hefði ekki áhrif á hópinn sem hefði verið undir í upphafi. Umsóknartímabilið hefst 15. maí næstkomandi og lýkur 1. september síðar á þessu ári. Umsóknum skal beina til Ríkis- skattstjóra, sem mun annast úrvinnslu þeirra, en embættið Efnahagsmál Ægir Þór Eysteinsson L@aegireysteins „Þá kemur fram í frumvarpinu að mikil óvissa ríki um efna- hagsleg áhrif aðgerðanna og áhættuþættir séu fjölmargir.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.