Kjarninn - 27.03.2014, Side 60

Kjarninn - 27.03.2014, Side 60
03/07 pistill má að meginþunginn í eftirlitsstörfum ríkissaksóknara með lögreglu sé við meðferð slíkra kærumála. Í tengslum við með- ferð þeirra koma gjarnan fram ábendingar eða athugasemdir við einstaka þætti í verk- eða vinnulagi lögreglu. Þá sinnir ríkissaksóknari öðru eftirliti með rannsóknum lögreglu sam- kvæmt sakamálalögum, þar á meðal að lögreglustjórar sinni skyldum sínum í tengslum við tilkynningar um beitingu símhlustana o.fl. Annar stór þáttur í eftirliti ríkissaksóknara með starfsemi lögreglu er það hlutverk sem ríkissaksóknara er falið í VII. kafla lögreglulaga, að rannsaka kærur á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Fjöldi þeirra mála á hverju ári skiptir tugum. Loks má nefna sem dæmi um eftirlitshluverk ríkis- saksóknara með starfsemi lögreglu að honum er falið að hafa eftirlit með framkvæmd aðferða og aðgerða samkvæmt reglum um sérstakar aðferðir og aðgerðir lögreglu við rann- sókn sakamála. aðrir ytri aðilar sem hafa eftirlit með starfsemi lögreglu Ýmsir aðrir aðilar sem ekki hafa bein yfirstjórnartengsl við lögreglu sinna eftirliti með starfsemi hennar. Nefna má í því sambandi Umboðsmann Alþingis, sem sinnir almennu eftirliti með stjórnsýslu ríkis- og sveitarfélaga og tryggir rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum. Umboðsmaður Alþingis hefur tekið til meðferðar ýmis mál þar sem starfshættir lögreglu hafa verið skoðaðir, oft vegna kvartana frá einstak- lingum en einnig eru dæmi um mál sem hann hefur tekið upp að eigin frumkvæði. Einnig má nefna Persónuvernd, sem er sjálfstæð stofnun og annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Nokkur mál sem snerta starfsemi lögreglu hafa komið inn á borð Persónuverndar til úrlausnar. Þá má nefna að allar skrár sem lögreglan heldur þarf að tilkynna til Persónuverndar þar sem greina þarf frá eðli og tilgangi skrár, hvaða upp- lýsingar þar sé að finna, hverjir hafi aðgang að henni eða

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.