Kjarninn - 27.03.2014, Side 54

Kjarninn - 27.03.2014, Side 54
hvernig býr banki til peninga? Þegar viðskiptabanki veitir lán hækkar hann upphæðina á hlaupareikningi lántakandans sem nemur upphæð lánsins. Upphæðin á hlaupareikni lántakandans er loforð bankans um að afhenda lántakandanum peningaseðla þegar honum hentar. En lántakandinn vill ekki peningaseðla enda mun þægilegra að nota innstæðuna sjálfa sem gjaldmiðil. Viðskiptabankar geta einnig búið til peninga með því að kaupa eignir og greiða fyrir þær með innstæðum sem þeir búa til. Flest sem hægt er að eignfæra í efnahagsreikningi geta bankar keypt með peningum sem þeir búa til úr engu. Meira en 90% af öllum peningum í hagkerfinu hafa verið búin til af viðskipta- bönkum sem lán til viðskiptavina. Seðla- bankinn hefur búið til mjög lítinn hluta af þeim gjaldmiðli sem við notum daglega og köllum íslensku krónuna. Þótt ótrúlegt sé hafa seðlabankar haft lítinn áhuga á að hemja peningamyndun banka. Þess í stað hafa flestir seðlabankar einblínt á verðbólgumarkmið og notað stýrivexti til að reyna að ná þeim. Hér leiddi sú tíska til þess að íslenskir bankar gátu fimmfaldað peningamagn í umferð á örfáum árum. Seðlabankinn taldi ekki ástæðu til að grípa í taumana. Svo gríðarleg aukning á peningamagni, langt umfram hagvöxt og þarfir hagkerifis- ins, endaði mjög illa. af hverju er þetta leyft? Það er undarlegt að viðskiptabankar megi búa til peninga úr engu þegar öllum öðrum er það stranglega bannað. Ef einhver maður úti í bæ býr til seðla í tölvuprentaranum sínum og notar þá úti í búð er það kallað peningafölsun – mjög alvarlegur glæpur. Alvaran felst í því að þegar falsaðir peningar komast í umferð rýrnar verðgildi allra peninga sem fyrir eru. Glæpur peningafalsarans felst þannig í því að ræna kaupmætti af öllum sem eiga peninga. Þegar bankar búa til 02/04 álit „Meira en 90% af öllum peningum í hagkerfinu hafa verið búin til af viðskiptabönk- um sem lán til viðskiptavina.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.