Kjarninn - 27.03.2014, Side 32

Kjarninn - 27.03.2014, Side 32
02/05 Viðskipti E kkert lát virðist vera á hækkandi virði margra nýsköpunarfyrirtækja í heiminum, svokallaðra „startup“-fyrirtækja. Sérhæfðir fjárfestingarsjóðir keppast við að leggja þeim til fé og veðja á að verðmæti þeirra í framtíðinni verði margfalt á við fjárfestinguna í dag. Nýjasta dæmið um svimandi háa verðlagningu slíkra fyrirtækja er leiguvefsíðan Airbnb. com. Wall Street Journal greindi frá því í síðustu viku að stórir fjárfestingarsjóðir vildu fjárfesta fyrir um 400 til 500 milljónir dollara í vefsíðunni. Ef kaupin ná fram að ganga kemst Airbnb í „11 tölustafa klúbbinn“, það eru þau startup- fyrirtæki sem metin eru á yfir tíu milljarða dollara. Til þess að setja töluna í samhengi má benda á að tíu millj- arðar dollara samsvara yfir 1.100 milljörðum króna, eða rúm- lega 60% af landsframleiðslu Íslands á síðasta ári. Í nærtækari saman burði er bent á að markaðsvirði Wyndham Worldwide-hótelkeðjunnar, sem skráð er á hlutabréfamarkað á Wall Street, er um 9,3 milljarðar dollara. Verðmæti Airbnb er þannig metið hærra en virði risastórrar og alþjóðlegrar hótelkeðju sem samanstendur af 7.500 hótelum. Fréttaskýrendur og sérfræðingar hafa margir hverjir lyft brúnum yfir „ástandinu“ sem nú ríkir á mörkuðum nýsköpunar fyrirtækja og setja tímabilið jafnvel í samhengi við .com bóluárin í kringum aldamótin síðustu. Skemmst er að minnast kaupa Facebook, óumdeilds risa startup-fyrir- tækjanna, á samskiptafyrirtækinu WhatsApp. Þau gengu í gegn fyrir aðeins nokkrum vikum og greiddi Facebook sam- tals um 19 milljarða dollara fyrir fyrirtækið. Fleiri hafa sótt sér fjármagn á síðustu misserum með tilheyrandi hækkunum á óskráðum hlutabréfum sínum, meðal annars Dropbox, Pinterest og leigubílaþjónustan Uber. Viðskipti Hallgrímur Oddsson „Nýjasta dæmið um svimandi háa verðlagningu slíkra fyrirtækja er leiguvefsíðan Airbnb.com.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.