Kjarninn - 27.03.2014, Side 78
03/05 kVikmyndir
hans sem endar á tóni sem vísar till aukinnar eyðileggingar
og niðurrifs í stað aukinnar samheldni eða uppbyggingar.
Meginhluti myndarinnar gerist í hinu ímyndaða ríki
Zubrowka árið 1932 þar sem finna má túristaperlu Austur-
Evrópu: The Grand Budapest Hotel – sem áhorfendur kynnast
í gegnum flóttamanninn unga Zero. Þegar Zero hefur
störf sem vikapiltur kynnist hann móttökustjóra hótelsins,
Monsieur Gustave, sem er í raun aðalaðdráttarafl hótelsins
fyrir marga gesti. Hann sér um allt fyrir alla og leggur
sérstakan metnað í að sjá um þær ríku eldri dömur sem
heimsækja hótelið. Þar skemmtir hann þeim og sinnir bæði
andlegum og líkamlegum þörfum þeirra. Þegar Madame
D, einn af eftirlætisgestum Gustave, deyr við dularfullar
kringumstæður leikur
grunur á að hann hafi
komið henni fyrir
kattarnef, grunur sem
verður sterkari þegar
það kemur í ljós að
Madame D arfleiddi
Gustave að dýrasta og
verðmætasta mál-
verkinu sínu.
með annan fótinn í
raunveruleikanum
Þrátt fyrir að gerast í
heimi sem er ýktur og stílfærður hafa kvikmyndir Andersons
alltaf verið með annan fótinn í raunveruleikanum – þó að
það sem við sjáum sé ekki raunverulegt eru þær tilfinningar
sem persónurnar upplifa algerlega raunverulegar. Hins
vegar hefur pólitískt raunsæi ekki átt sér stað í myndum
Andersons, en nú, þegar The Grand Budapest Hotel gerist í
Austur-Evrópu á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, er ris
fasismans óumflýjanlegt. Þegar Zero og Gustave ferðast til
þess að votta dánu frúnni virðingu sína er lest þeirra stöðvuð
af fasískum hermönnum, í búningum merktum „ZZ“, sem
í móttöku hótelsins
Aðalsöguhetjan starfar sem
vikapiltur á Grand Budapest
Hotel í hinu ímyndaða ríki
Zumbrowka.