Kjarninn - 27.03.2014, Side 41

Kjarninn - 27.03.2014, Side 41
05/05 nEytEndamál eða mælanleg áhrif þessara lífrænu „efnasúpu“ á líkamann við innöndun. Í Noregi eru myglusveppir viðurkennt heilbrigðis- vandamál. Á heimasíðu norska heilbrigðisráðuneytisins og á vefsíðu norsku lýðheilsustöðvarinnar er hægt að finna hafsjó af fróðleik um myglusveppi og gæði innilofts. fárveikt og stórskuldugt Þverpólitísk sátt ríkir um þingsályktunartillögu um breytingar á lögum og reglum um myglusveppi hérlendis. Nú er í höndum Alþingis að hraða málinu í gegn. Þingmenn hafa viðurkennt vanþekkingu samfélagsins á málefninu. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í þingræðu í október 2013 að fyrir nokkrum árum hefði komið inn á borð til hans mál fjölskyldu sem hefði uppgötvað að veikindi á heimilinu stöfuðu af myglusveppi. Málið endaði þannig að húsið var rifið og nýtt hús byggt á staðnum. Guðbjartur bendir á að þegar fólk lendi í því að þurfa að byrja upp á nýtt sitji það uppi með skuldirnar af eldra húsinu um leið og það beri kostnaðinn af því nýja. Hefði húsið til að mynda brunnið væri sagan allt önnur. Guðbjartur segir að á þessum tíma hafi hann gert sér fyllilega grein fyrir vanþekkingunni á þeim sjúkdómum sem geti stafað af myglusveppunum og skilningsleysinu á því að húsið sjálft gæti verið áhrifavaldur á heilsu heimilismanna. Guðbjartur segir sjúkdómana aðalatriðið auk þess hvernig hægt sé að forða fólki frá því að lenda í slíkum aðstæðum. Efla þurfi þekkingu innan heilbrigðiskerfisins og útfæra á markvissan hátt hvernig bregðast skuli við. ítarEfni Vefsvæði WHO um loftgæði og heilsu Skýrsla WHO um loftgæði innandyra Mygluvandamál til skoðunar hjá Mann- virkjastofnun Fréttaveita umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins Tillaga til þingsálykt- unar um endurskoðun laga og reglna með til- liti til myglusveppa og tjóns af völdum þeirra Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.