Kjarninn - 27.03.2014, Side 53

Kjarninn - 27.03.2014, Side 53
Ó hætt er að segja að grein um peningamyndun sem birtist í nýjasta ársfjórðungsriti Englands- banka komi á óvart. Englandsbanki, sem er seðlabanki Bretlands, segir það vera út breiddan misskilning að viðskiptabankar þurfi að safna innlánum til að geta veitt lán. Sumar kennslu- bækur í hagfræði séu rangar að þessu leyti. Hið rétta sé að þegar bankar veiti lán þá búi þeir einfaldlega til nýja peninga. Þessu er nánar lýst í greinum og myndböndum frá Englandsbanka. Þótt flestum komi þetta kannski á óvart er þetta ekki nýtt fyrir öllum. Undanfarin ár hafa ýmsir hagfræðingar og hugveitur um peningamál vakið athygli á því hvernig bankar búi til peninga með útlánum. Sumir telja jafnvel peninga myndun banka eina af ástæðum vaxandi skuld setningar, verðbólgu og óstöðugleika í peningakerfum heimsins. 01/04 álit bankar búa til fé sem þeir lána út Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifar um betra peningakerfi. álit frosti sigurjónsson þingmaður kjarninn 27. mars 2014

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.