Kjarninn - 27.03.2014, Side 61

Kjarninn - 27.03.2014, Side 61
04/07 pistill einstökum hlutum hennar og til hverra upplýsingum úr skrá sé miðlað, sbr. reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Í umræddri reglugerð er nánar fjallað um eftir lit Persónuverndar með rafrænni vinnslu persónuupplýsinga hjá lögreglu. Af öðrum aðilum sem eftirlit hafa með starfsemi lögreglu má nefna Ríkis- endurskoðun, sem endurskoðar reikninga lögreglu eins og annarra opinberra aðila. Ríkis endurskoðun hefur einnig það hlutverk að framkvæma stjórnsýsluendurskoðanir og hefur gert það bæði á einstaka lögreglu- embættum og afmörkuðum þáttum í starf- semi lögreglu eins og t.d. fíkniefnaeftirliti. Til ytra eftirlits má einnig flokka eftirlit dómstóla með starfsemi lögreglu. Skipta má því eftirliti í tvennt. Annars vegar er það í tengslum við rannsóknir mála, en ýmis rannsóknarúrræði samkvæmt lögum um meðferð sakamála eru háð því að dómstóll samþykki slíkar aðgerðir að kröfu lögreglu. Hins vegar felst eftirlit dómstóla í því að dæma í skaðabótamálum sem höfðuð eru á hendur ríkinu vegna aðgerða lögreglu í tengslum við rannsóknir opinberra mála. Í XXXVII. kafla laga um meðferð sakamála er mælt fyrir um ríkan rétt einstaklinga sem bornir hafa verið sökum í saka- máli til bóta ef mál viðkomandi hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi. Síðast en ekki síst er rétt að halda hér til haga því eftirliti sem Alþingi hefur með starfsemi lögreglu. Það eftirlit er þó hvorki lögbundið né afmarkað en felst m.a. í fyrirspurnum sem þingmenn hafa lagt fram um einstaka þætti í starf- semi lögreglu og skýrslubeiðnum um einstök mál. Nokkrar fyrirspurnir hafa t.d. verið lagðar fram um símhlustanir lögreglu á undanförnum árum og skýrsla var lögð fyrir Al- þingi af dómsmálaráðherra samkvæmt beiðni fyrir nokkrum „Meðal þeirra ver- kefna sem innri endurskoðun lög- reglunnar á höf- uðborgarsvæðinu sinnir er að kanna hvort stjórnendur og aðrir starfs- menn embættisins fari eftir lögum, reglugerðum og ákvörðunum sem stjórnvöld hafa sett um starfsemi þess.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.