Kjarninn - 27.03.2014, Side 52

Kjarninn - 27.03.2014, Side 52
01/01 spEs 01/01 spes kjarninn 27. mars 2014 spEs Draugabanar kallaðir til í smábæ í Bandaríkjunum drauga leitað í búðinni í bænum Gilford í New Hampshire er ýmislegt einkennilegt í gangi. Þar eru draugabanar nú komnir á stjá eftir að eftirlitsmyndavélar náðu einkennilegri færslu á glermunum á mynd. Hún sýnir glögglega þegar glermunur færist til, dettur í gólfið og brotnar. Eigendur búðarinnar voru fljótir að draga ályktanir; draugur. Næsta mál á dagskrá hjá eigendum búðarinnar, Ellacoya Country Store, var að kalla til draugabana og biðja þá að ná þeim sem væri að brjóta glermuni í búðinni að nóttu til. Þrátt fyrir nokkuð ítarlega leit hefur ekkert fundist, að því er fram kom í frétt wmur.com um málið. „Við höfum heyrt um nokkur tilvik hér í búðinni þar sem viðskiptavinir hafa kvartað yfir því að einhvera hafi togað í þá eða eitthvað þess háttar, en ekkert þessu líkt hefur komið upp áður,“ sagði eigandi verslunarinnar í viðtali við vmur.com. Fleiri viðmælendur fréttamannsins eru steinhissa á því sem þeir sjá á mynd- bandinu og fullyrða að ekkert annað komi til greina en draugur. Nú verður spennandi að sjá hvort ekki komi framhaldsfrétt innan tíðar þar sem árangur draugabana í Gilford verður í brennidepli. Bill Murray og félagar úr kvikmyndinni Ghostbusters hefðu vafa- lítið náð að handsama drauginn. Ef hann væri á staðnum.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.