Kjarninn - 27.03.2014, Side 6
03/03 lEiðari
er ekki hægt að ræða á meðan reynt er að leysa verkfall.
Menntamálaráðherra hefur þvertekið fyrir að stytting af
þessu tagi myndi skerða námið, en hvernig á þá að fram-
kvæma hana?
Ef það á að halda náminu eins og það er, en bara þjappa
því á þrjú skólaár, þarf bæði að lengja skólaárið og auka
álagið. Þetta mun meðal annars valda því að sérstaða ís-
lenskra unglinga, sem felst í reynslu af vinnumarkaðinum,
þurrkast út. Það þarf ekkert að vera slæmt en við þurfum að
gera það upp við okkur hvort við viljum gera
þessar breytingar og hvernig við ætlum að
mæta þeim, bæði á vinnumarkaðnum og í
breyttum fjárhag nemenda.
Ef það á að stytta námstímann með því
að flytja námsefni niður í grunnskóla mun
það krefjast meiri vinnu og menntunar
grunnskólakennara. Þó má færa rök fyrir því
að mesta svigrúmið til styttingar sé einmitt í
grunnskólunum.
Og kannski mætti skoða að hreinlega
færa allt kerfið okkar til um eitt ár? Þarf ekki að koma
ungum börnum fyrr inn á leikskóla? Væri ekki hægt að skoða
að koma börnum eins árs inn á leikskóla og fimm ára í skóla?
Hver yrði kostnaðurinn við það?
Ýmsir möguleikar eru í boði til að stytta námstímann, og
margt bendir til þess að það borgi sig að útskrifa fólk fyrr, en
það þarf að ræða og skoða möguleikana á öðrum vettvangi en
í tímapressu við fundarborð hjá ríkissáttasemjara.
Vandamálin í íslensku skólakerfi eru ærin, frá grunn-
skóla og upp í háskóla, og margt er hægt að bæta. En þessi
vandamál verður að takast á við á heildstæðan hátt og í sátt
við þá sem þurfa á endanum að vinna með lausnirnar; fólkið
í skólunum. Fyrsta skrefið væri að viðurkenna mikilvægi
þessa fólks og auka starfsánægju þess með mannsæmandi
launum.
„Kerfisbreytingin
sem þarf að eiga sér
stað til þess að leið-
rétta kjör kennara
þarf að verða innan
stjórnkerfisins, ekki
menntakerfisins.“