Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 43
Hver verður fréttastjóri á rÚv?
Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, hyggst ekki sækja
um endurráðningu. Talað er um að Framsókn ætli
sér fréttastjórastöðuna. Björn Ingi Hrafnsson og Þór
Jónsson hafa verið nefndir í því sambandi, sem og
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, sem verður
seint bendlaður við Framsóknarflokkinn. Þá fullyrða
gárungarnir að Ólína Þorvarðardóttir muni sækja um
stöðuna, og allar hinar framkvæmdastjórastöðurnar
hjá RÚV sem hafa verið auglýstar. Sigríður Hagalín
Björnsdóttir, varafréttastjóri á RÚV, hyggst sækja um
fréttastjórastöðuna og er talin líklegust til að fá hana.
árangur áfram, ekkert stopp... eða þannig
Framsóknarflokkurinn fer með stjórn landsmálanna
í ríkisstjórn þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, formaður Framsóknarflokksins, er formaður.
Hann er Reykvíkingur en færði sig yfir í Norðaustur-
kjördæmi fyrir kosningarnar í fyrra. Þar er mikið vígi
Framsóknarflokksins, hans dýpstu rætur. Í Reykjavík
er staða flokksins með miklum ólíkindum um þessar
mundir miðað við það að flokkurinn er við stýrið í
landsmálunum. Stuðningur við hann í Reykjavík
mælist um þrjú prósent í könnunum nú þegar tæpir
tveir mánuðir eru til kosninga.
af nEtinU
samfélagið segir
... um skuldaniðurfellingar-
tillögur ríkisstjórnarinnar
kjarninn 27. mars 2014
facebook twitter
Heiða b Heiðars
Nú má kaupa húsnæði fyrir peningana sína.
#heimsmet #skuldaleiðrétting
þriðjudagur 25. mars
bjorn steinbekk
Með ónýtan gjaldmiðil í gjaldeyrishafta landi
sem flytur inn yfir 90% af allri neyslu þá mun
hverjum þeim sem tekst að spara 1.5 mkr á 12-
18 mánuðum fá sjálfkrafa Nóbelsverðlaunin í hagfræði en
samt bara eftir að þau eru búin að borga námslánin.
þriðjudagur 25. mars
HjáLmar gísLason
Það má gera ýmislegt fyrir 80 milljarða. Ég
myndi a.m.k. hugsa mig vandlega um.
þriðjudagur 25. mars
icecafé @icecafe4u
Ég vil peningaz. Núna! @johannesthor @
sigmundurdavid
þriðjudagur 25. mars
Huginn þorsteinsson @huginnf
Í dag verður niðurfelling skulda kynnt og menn
geta halað niður rafaurum eins og enginn er
morgundagurinn
þriðjudagur 25. mars
oLafur margeirsson @IcelandicEcon
Icelandic government to reveal today how debt
jubilee will be carried out, i.e. the bill itself
þriðjudagur 25. mars
01/01 samfélagið sEgir