Kjarninn - 27.03.2014, Qupperneq 33
03/05 Viðskipti
lyfta brúnum
Það er að sjálfsögðu ekki slæmt að fyrirtæki sem vinna að
nýstárlegum lausnum í þágu neytenda, eins og Airbnb og
áðurnefnd fyrirtæki gera, njóti áhuga fjárfesta. Spurningar
dagsins í dag snúa helst að verðlagningunni og því hvar hún
liggur. Með öðrum orðum: Undir hvaða verðmiða standa
fyrirtækin?
Sú spurning leiðir að þeirri næstu. Hvernig getur vefsíðan
Airbnb.com, sem gerir húseigendum kleift að leigja út íbúðir
sínar að hluta eða öllu leyti, verið verðmætari en risastór
og alþjóðleg hótelkeðja? Holman Jenkins Jr., blaðamaður og
pistlahöfundur WSJ, bendir réttilega á að verðmæti óskráðs
félagsins endurspegli ekkert annað en einstök viðskipti
milli fárra aðila, þ.e. fjárfestingarsjóðanna og stjórnenda
Airbnb. Hann telur líklegt að fjárfestingarsjóðirnir sjái
fram á að ávaxta sitt pund ef og þegar fyrirtækið fer á
hlutabréfamarkað.
Ljóst er að sérfræðingar fjárfestingarsjóðanna eru
margfalt bjartsýnni en ýmsir háskólaprófessorar og óháðir
sérfræðingar, sem sjá ómögulega hvernig Airbnb getur
trommari barry maniLow örLagavaLdur
Vefsíðan Airbnb.com var stofnuð af þremur Banda-
ríkjamönnum í San Francisco í október árið 2007.
Hugmynd þeirra gekk út á að leigja eigin íbúð til
ráðstefnugesta í borginni og ná sér þannig í aura
fyrir eigin leigu. Tæpum tveimur árum síðar voru
notendur síðunnar enn fáir, þrátt fyrir þeir hafi
kynnt síðuna með sérstöku „Obama O’s“ morgun-
korni á þingi Demókrata og dreift kynningarefni á
hinni árlegu South by Southwest-tónlistarhátíð.
Árið 2009 fóru hjólin að snúast fyrir alvöru
þegar fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital
fjárfesti fyrir um 600 þúsund dollara. Haft var eftir
Greg McAdoo, sem þá var einn eigenda Sequoia,
að aldrei áður hefði sjóðurinn verið svo snöggur að
taka ákvörðun um fjárfestingu. Sjóðurinn kom að
Airbnb aðeins nokkrum dögum eftir að stofnend-
urnir kynntu fyrirætlanir sínar.
Í upphafi var viðskiptahugmynd þremenn-
inganna í San Francisco sú að gestir greiddu fyrir
gistingu í heimahúsum og fengju auk þess morgun-
mat matreiddan af gestgjöfum. Einn notenda sem
hóf að nota síðuna árið 2009 til útleigu hafði þó
mikið að segja um viðskiptalíkan Airbnbn, þegar
hann ákvað að leigja út íbúð sína án gestgjafa. Það
vildi svo til að sá er trommari í hljómsveit Barry
Manilow*. Ákvörðun hans um að leigja íbúðina alla,
án gestgjafa og morgunmatarverðs, virðist lítilvæg.
En hún opnaði augu stofnendanna fyrir auknum
möguleikum síðunnar og leiddi til þess sem hún er
í dag.
Frá 2010 hafa enn fleiri fjárfestar og fjár-
festingasjóðir komið að rekstrinum, meðal annars
stofnandi LinkedIn og hjartaknúsarinn Ashton
Kutcher. Á árinu 2011 var virði vefsíðunnar metið
á 1,3 milljarða dollara og árið 2012 var það 2,5
milljarðar. Nú er útlit fyrir að það verði 10 milljarð-
ar dollarar, sem kemur síðunni í fámennan klúbb
verðmætustu startup-fyrirtækja heims.