Kjarninn - 27.03.2014, Síða 33

Kjarninn - 27.03.2014, Síða 33
03/05 Viðskipti lyfta brúnum Það er að sjálfsögðu ekki slæmt að fyrirtæki sem vinna að nýstárlegum lausnum í þágu neytenda, eins og Airbnb og áðurnefnd fyrirtæki gera, njóti áhuga fjárfesta. Spurningar dagsins í dag snúa helst að verðlagningunni og því hvar hún liggur. Með öðrum orðum: Undir hvaða verðmiða standa fyrirtækin? Sú spurning leiðir að þeirri næstu. Hvernig getur vefsíðan Airbnb.com, sem gerir húseigendum kleift að leigja út íbúðir sínar að hluta eða öllu leyti, verið verðmætari en risastór og alþjóðleg hótelkeðja? Holman Jenkins Jr., blaðamaður og pistlahöfundur WSJ, bendir réttilega á að verðmæti óskráðs félagsins endurspegli ekkert annað en einstök viðskipti milli fárra aðila, þ.e. fjárfestingarsjóðanna og stjórnenda Airbnb. Hann telur líklegt að fjárfestingarsjóðirnir sjái fram á að ávaxta sitt pund ef og þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Ljóst er að sérfræðingar fjárfestingarsjóðanna eru margfalt bjartsýnni en ýmsir háskólaprófessorar og óháðir sérfræðingar, sem sjá ómögulega hvernig Airbnb getur trommari barry maniLow örLagavaLdur Vefsíðan Airbnb.com var stofnuð af þremur Banda- ríkjamönnum í San Francisco í október árið 2007. Hugmynd þeirra gekk út á að leigja eigin íbúð til ráðstefnugesta í borginni og ná sér þannig í aura fyrir eigin leigu. Tæpum tveimur árum síðar voru notendur síðunnar enn fáir, þrátt fyrir þeir hafi kynnt síðuna með sérstöku „Obama O’s“ morgun- korni á þingi Demókrata og dreift kynningarefni á hinni árlegu South by Southwest-tónlistarhátíð. Árið 2009 fóru hjólin að snúast fyrir alvöru þegar fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital fjárfesti fyrir um 600 þúsund dollara. Haft var eftir Greg McAdoo, sem þá var einn eigenda Sequoia, að aldrei áður hefði sjóðurinn verið svo snöggur að taka ákvörðun um fjárfestingu. Sjóðurinn kom að Airbnb aðeins nokkrum dögum eftir að stofnend- urnir kynntu fyrirætlanir sínar. Í upphafi var viðskiptahugmynd þremenn- inganna í San Francisco sú að gestir greiddu fyrir gistingu í heimahúsum og fengju auk þess morgun- mat matreiddan af gestgjöfum. Einn notenda sem hóf að nota síðuna árið 2009 til útleigu hafði þó mikið að segja um viðskiptalíkan Airbnbn, þegar hann ákvað að leigja út íbúð sína án gestgjafa. Það vildi svo til að sá er trommari í hljómsveit Barry Manilow*. Ákvörðun hans um að leigja íbúðina alla, án gestgjafa og morgunmatarverðs, virðist lítilvæg. En hún opnaði augu stofnendanna fyrir auknum möguleikum síðunnar og leiddi til þess sem hún er í dag. Frá 2010 hafa enn fleiri fjárfestar og fjár- festingasjóðir komið að rekstrinum, meðal annars stofnandi LinkedIn og hjartaknúsarinn Ashton Kutcher. Á árinu 2011 var virði vefsíðunnar metið á 1,3 milljarða dollara og árið 2012 var það 2,5 milljarðar. Nú er útlit fyrir að það verði 10 milljarð- ar dollarar, sem kemur síðunni í fámennan klúbb verðmætustu startup-fyrirtækja heims.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.