Kjarninn - 27.03.2014, Side 66
02/04 lífsstíll
notuð gegn súrefnisskorti, t.d. til að komast hjá háfjallaveiki.
Burnirót þykir góð fyrir eftirfarandi kvilla:
Q kvíði, þunglyndi og streitu
Q vefjagigt, orkuleysi og síþreytu
Q ADHD, einbeitingarskort, eirðarleysi
Q líkamlegt álag
Q svefnleysi
Q getuleysi
Q bólgur og niðurgang
rannsóknir á burnirót
Í rannsóknum á burnirót er mjög mismunandi
hvort hún er rannsökuð í formi hefðbundinnar
tinktúru, seyðis eða staðlaðs þykknis en oft
snýst rannsóknin um virka efnið salídrósíð eitt
og sér. Burnirót hefur tölvert verið rannsökuð á
mönnum með tilliti til líkamlegs úthalds og þols.
Flestar benda rannsóknirnar til að hún geti aukið
súrefnisflæði, líkamleg afköst og þol ásamt því að
minnka þreytu eftir áreynslu. Burnirót hefur líka
verið rannsökuð á sjúklingum undir ýmiss konar
andlegu álagi, svo sem vegna kvíða röskunar
eða þunglyndis, og hefur hún þótt lofa góðu.
Eins hafa verið gerðar klínískar rannsóknir á
áhrifum burnirótar á þreytu, örmögnun, ein-
beitingarskort, verkfælni og skammtímaminni,
og hafa þau þótt jákvæð auk þess sem hún hefur
þótt sýna jákvæð áhrif á getuleysi og svefn.
Í öllum þessum rannsóknum voru auka-
verkanir af burnirót taldar hverfandi litlar. Rann-
sóknir á burnirót hafa einnig leitt í ljós að hún
kunni að koma að gagni við fíkn ýmiss konar og
því álagi sem fylgir því að hætta t.d. reykingum
og eiturlyfjaneyslu. Eins hefur hún þótt gefa góða
raun í meðferð átröskunar, bæði lystarstols og
saga burnirótar
Jurt búin verndarmætti
Áður fyrr var talið að burnirót byggi yfir
verndarmætti og þótti gott að bera hana
næst sér eða láta liggja á rúmstokk um
nætur til að bægja burt öllu illu. Eins var
talið gott ef konu gekk illa að fæða að leggja
burnirót í rúmið hjá henni svo hún snerti
hana bera. Burnirót var talin góð gegn
hárlosi, en meðal annarra nafna hennar voru
greiðurót og höfuðrót. Önnur gömul heiti
voru svæfla, sem gæti merkt að hún hafi
þótt góð við svefnleysi, og svo munnsviðarót,
en margar lækningajurtir sem hafa svipaða
barkandi eiginleika hafa verið nýttar við
munnsviða og munnangri.