Kjarninn - 27.03.2014, Síða 5
02/03 lEiðari
það nefnilega ekki um öll skólastigin. Og hvað á þá að bjóða
leikskóla-, grunnskóla- og háskólakennurum þegar þar að
kemur?
styttingarsporin hræða
Framhaldsskólar og háskólar, aðallega Háskóli Íslands, hafa
á undanförnum árum þurft að taka við gríðarlegum fjölda
nýrra nemenda á sama tíma og skorið hefur verið niður
í hverju horni. Allir sem ekki höfðu vinnu eftir hrun áttu
að fara í skóla, en það þurfti að mennta fleiri fyrir minna.
Skólakerfið hefur sýnt aðlögunarhæfni og þolinmæði í
þessum aðstæðum en það er ekki hægt að
halda endalaust áfram á þessari braut. Sá
sparnaður sem gæti hlotist af því að hag-
ræða á þessum náms stigum ætti auðvitað að
fara í leiðréttingu á þessari ömurlegu þróun.
Stundum er látið eins og kennarar séu á
móti styttingu framhaldsskólans af eigin-
gjörnum ástæðum, þeir vilji ekki missa spón
úr aski sínum. Líklegra verður þó að teljast
að sporin hræði þá, enda ekki mörg ár liðin
síðan framhaldsskólarnir þurftu að berjast
gegn vanhugsuðum fyrirætlunum um styttingu námsins.
Hefðu þær fyrirætlanir náð fram að ganga hefði framhalds-
skólanám á Íslandi hreinlega skerst verulega og námið orðið
einhæfara. Það var þess vegna sem skólastjórar, kennarar og
nemendur voru upp til hópa á móti styttingunni eins og átti
að útfæra hana.
Í framhaldinu hefur hins vegar verið unnið að þessum
málum og ég veit ekki betur en að langflestir skólar landsins
bjóði nemendum nú upp á þann möguleika að klára námið á
skemmri tíma.
töfralausn ekki í boði
Það er heldur ekki hægt að láta eins og stytting sé einföld
aðgerð sem hafi engar afleiðingar í för með sér aðrar en
að spara peninga. Taka þyrfti tillit til fjölmargra þátta sem
„Ef það á að halda
náminu eins og það
er, en bara þjappa
því á þrjú skóla-
ár, þarf bæði að
lengja skólaárið
og auka álagið.“