Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 54

Kjarninn - 27.03.2014, Blaðsíða 54
hvernig býr banki til peninga? Þegar viðskiptabanki veitir lán hækkar hann upphæðina á hlaupareikningi lántakandans sem nemur upphæð lánsins. Upphæðin á hlaupareikni lántakandans er loforð bankans um að afhenda lántakandanum peningaseðla þegar honum hentar. En lántakandinn vill ekki peningaseðla enda mun þægilegra að nota innstæðuna sjálfa sem gjaldmiðil. Viðskiptabankar geta einnig búið til peninga með því að kaupa eignir og greiða fyrir þær með innstæðum sem þeir búa til. Flest sem hægt er að eignfæra í efnahagsreikningi geta bankar keypt með peningum sem þeir búa til úr engu. Meira en 90% af öllum peningum í hagkerfinu hafa verið búin til af viðskipta- bönkum sem lán til viðskiptavina. Seðla- bankinn hefur búið til mjög lítinn hluta af þeim gjaldmiðli sem við notum daglega og köllum íslensku krónuna. Þótt ótrúlegt sé hafa seðlabankar haft lítinn áhuga á að hemja peningamyndun banka. Þess í stað hafa flestir seðlabankar einblínt á verðbólgumarkmið og notað stýrivexti til að reyna að ná þeim. Hér leiddi sú tíska til þess að íslenskir bankar gátu fimmfaldað peningamagn í umferð á örfáum árum. Seðlabankinn taldi ekki ástæðu til að grípa í taumana. Svo gríðarleg aukning á peningamagni, langt umfram hagvöxt og þarfir hagkerifis- ins, endaði mjög illa. af hverju er þetta leyft? Það er undarlegt að viðskiptabankar megi búa til peninga úr engu þegar öllum öðrum er það stranglega bannað. Ef einhver maður úti í bæ býr til seðla í tölvuprentaranum sínum og notar þá úti í búð er það kallað peningafölsun – mjög alvarlegur glæpur. Alvaran felst í því að þegar falsaðir peningar komast í umferð rýrnar verðgildi allra peninga sem fyrir eru. Glæpur peningafalsarans felst þannig í því að ræna kaupmætti af öllum sem eiga peninga. Þegar bankar búa til 02/04 álit „Meira en 90% af öllum peningum í hagkerfinu hafa verið búin til af viðskiptabönk- um sem lán til viðskiptavina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.