Kjarninn - 03.04.2014, Page 36

Kjarninn - 03.04.2014, Page 36
02/08 Stjórnmál Í sumar verður lýðveldið Ísland 70 ára. Hver er staða ríkis og þjóðar á þeim tímamótum? Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Hafa þær vonir ræst sem landsmenn báru í brjósti á Þingvöllum 1944? Hvernig verður umhorfs eftir önnur 70 ár? Er víst að lýðveldið lifi? í  Lítum fyrst langt um öxl. 70 árum fyrir lýðveldisstofnun, sumarið 1874, færði Danakonungur þjóðinni stjórnarskrá. Það var framfaraskref en brautin var þung og atburðarás utan landsteinanna skipti áfram sköpum: Sigur þingræðis í Danmörku, erlent fjármagn sem stuðlaði að iðnbyltingu í sjávarútvegi og loforð valdamikilla ríkja um sjálfs ákvörðunarrétt þjóða svo nokkur dæmi séu nefnd. Og þótt Íslendingar krefðust í sífellu aukinna réttinda gætti líka íhalds- semi innanlands. Of margir í valdastétt bænda sam félagsins vörðu of lengi úrelt þjóðskipulag. Ótti við breytingar hamlaði nýsköpun og framförum. Þeim tregu var þó vorkunn, öldum saman hafði óbreyttur landbúnaður haldið lífi í fólki og erfitt var að sjá framtíðarþróun fyrir. Auk þess var fullt sjálfstæði ekki sjálfsagt lokatakmark. Fyrstu áratugina eftir áfangasigurinn 1874 efuðust ýmsir mætir menn um að þjóðin gæti staðið á eigin fótum. Í hita kreppuáranna óttuðust sumir í næstu kynslóð mætra manna hvort íslenska ríkið yrði ekki að reiða sig áfram á konungssamband við Danmörku því öfgaöfl gætu hrifsað til sín völdin í vopnlausu landinu. Sömuleiðis mátti litlu út af bregða hjá þjóð sem reiddi sig alfarið á útflutning sjávar afurða. Sjálfstæði landsins var líklega mest í raun árin  Š  ÀHJDUÀD²YDUIXOOYDOGDXWDQDOÀMµ²DVDPWDNDRJ átti engan stuðning vísan ef í nauðir ræki. Ríkisgjaldþrot vegna aflabrests og sölutregðu var ekki óhugsandi. Fullveldið var fallvalt. Stjórnmál Guðni Th. Jóhannesson „Fyrstu áratugina eftir áfanga- sigurinn 1874 efuðust ýmsir mætir menn um að þjóðin gæti staðið á eigin fótum.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.