Kjarninn - 03.04.2014, Síða 36

Kjarninn - 03.04.2014, Síða 36
02/08 Stjórnmál Í sumar verður lýðveldið Ísland 70 ára. Hver er staða ríkis og þjóðar á þeim tímamótum? Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Hafa þær vonir ræst sem landsmenn báru í brjósti á Þingvöllum 1944? Hvernig verður umhorfs eftir önnur 70 ár? Er víst að lýðveldið lifi? í  Lítum fyrst langt um öxl. 70 árum fyrir lýðveldisstofnun, sumarið 1874, færði Danakonungur þjóðinni stjórnarskrá. Það var framfaraskref en brautin var þung og atburðarás utan landsteinanna skipti áfram sköpum: Sigur þingræðis í Danmörku, erlent fjármagn sem stuðlaði að iðnbyltingu í sjávarútvegi og loforð valdamikilla ríkja um sjálfs ákvörðunarrétt þjóða svo nokkur dæmi séu nefnd. Og þótt Íslendingar krefðust í sífellu aukinna réttinda gætti líka íhalds- semi innanlands. Of margir í valdastétt bænda sam félagsins vörðu of lengi úrelt þjóðskipulag. Ótti við breytingar hamlaði nýsköpun og framförum. Þeim tregu var þó vorkunn, öldum saman hafði óbreyttur landbúnaður haldið lífi í fólki og erfitt var að sjá framtíðarþróun fyrir. Auk þess var fullt sjálfstæði ekki sjálfsagt lokatakmark. Fyrstu áratugina eftir áfangasigurinn 1874 efuðust ýmsir mætir menn um að þjóðin gæti staðið á eigin fótum. Í hita kreppuáranna óttuðust sumir í næstu kynslóð mætra manna hvort íslenska ríkið yrði ekki að reiða sig áfram á konungssamband við Danmörku því öfgaöfl gætu hrifsað til sín völdin í vopnlausu landinu. Sömuleiðis mátti litlu út af bregða hjá þjóð sem reiddi sig alfarið á útflutning sjávar afurða. Sjálfstæði landsins var líklega mest í raun árin  Š  ÀHJDUÀD²YDUIXOOYDOGDXWDQDOÀMµ²DVDPWDNDRJ átti engan stuðning vísan ef í nauðir ræki. Ríkisgjaldþrot vegna aflabrests og sölutregðu var ekki óhugsandi. Fullveldið var fallvalt. Stjórnmál Guðni Th. Jóhannesson „Fyrstu áratugina eftir áfanga- sigurinn 1874 efuðust ýmsir mætir menn um að þjóðin gæti staðið á eigin fótum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.