Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 53 Bókmentir. YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 1928. Eftir Guðmmid Gíslason Hagalín III. SöGUR f TÍMARITUM OG BLÖÐUM. AUmargar sögur birtust í íslenzkum tímaritum og blöðum á árinu 1928. Flest- ar eru þær lélegar og sumar með afbrigð- um. Rúmsins vegna mun eg aðeins minn- ast á þær, sem mér þykja gefa góðar von- ir. — Árið 1925 birtist í »Eimreiðinni« saga -eftir »Jón jöklara«. Sagan heitir »Hel- fró«. Di'ó hún að sér athygli þeirra, er vit hafa á bókmentum, því að persónurn- ar eru ágætlega dregnar og myndin, sem upp er brugðið, er prýðilega skýr. Stíll- inn er séi'stakur og fastur og ágætlega aamræmur efni sögunnar. Síðar birtist í sama riti önnur saga eftir »Jón jöklara«, og er sú saga miklu lakari. í 3ja hefti »Iðunnar« 1928 birtist svo 3ja saga Jökl- arans. Heitir hún »Hneykslið«. Eru þar prýðilega mergjaðar og hnitnar setning- ar og frásögnin er þrungin skemtilegu skopi. Er sagan öll svo fjörleg og vel sögð, að góður fengur er í henni, jafnvel þótt atburður sá, er gerist í sögulokin, sé svo óvenjulegur, að ótrúlegur verði að kallast. Væri vel, að »Jón jöklark léti sem oftast sjá sig framvegis. Hann mun fá góðar viðtökur þeirra, er kunna að meta myndarlega framkomu og kjarn- uiikið, en þó tilgerðarlaust orðalag. í 2. hefti »Iðunnar« birtist saga eftir Jón Björnsson. Heitir hún »Þjófurinn«. Er það eftirtektaverðasta sagan, sem eg hefi séð eftir Jón. »Sól og stjarna« í »Ó- gróinni jörð« er önnur besta sagan hans, í báðum þessum sögum sleppir hann öllu tilliti til stefna eða strauma í stjórn- málum, trúmálum eða öðru og segir frá hiklaust, útúi’dúralaust og af frásagan- argleði. Virðist því listin vera honum, sem flestum öðrum, þrá og óþjál vika- stelpa, en aftur á móti vera tilleiðanleg til þess að lofa honum að sjá úr handar- krika sínum inn í sál og sál, sem honum þykir athyglisverð og síðan stýra á hon- um hendinni, er hann vill skrifa það, er hann hefir séð. Eftir Böðvar frá Hnífsdal hafa birst sögur og kvæði í blöðum og tímaritum nú um nokkurt skeið. Flest, sem eftir hann hefir sést, ber vott um góða greind, allmikla fjölhæfni, hagmælsku ágæta og leikni í að rita íslenzkt mál. En um leið sýnir það festu- og þroskaleysi, hefur ekki á sér merki sérstæðs persónuleika. f síðasta jólablaði »Morgunblaðsins« birt- ist saga eftir Böðvar, og heitir hún »Á fjöllum«. Sagan er heldur veigalítil en þó sérstæðari en það, sem áður hefir sést eftir Böðvar. í stíl og framsetningu er fjör, hraði og sérkennileiki. Ber sagan blæ hins nýja, hressilega, en ómótaða og ærslafulla í þjóðfélagi voru. Hver veit nema saga þessi boði það, að Böðvar eigi eftir að verða merkilegur höfundur, er með nýjum stíl og nýjum viðfangsefnum gerist einn af merkisberunum í íslenzk- um bókmentum?* * Þess skal getið, þó að það komi ekki skáldsög- um við, að í jólablaði Morgunbl. er kvæði eftir Böðvar, sem er á sinn hátt enn þá sérstæðara en sagan, hefir sum sömu einkennin. G. G. H.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.