Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 23

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Qupperneq 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 73 •— en nei. Þjer hljótið að vera syfjaður og það er orðið framorðið«. »Mjer þætti gaman að spila 1 eða 2 spil«, mælti Norvin. »En við ættum fyrst að koma okkur saman um einhverja skýr- mgu á því, hvernig á nærveru minni stendur«. »Ágæt hugmynd. Þjer komuð hingað í verslunarerindum. Jeg símaði og þjer komuð sem góður vinur — látum oss sjá ■— jeg varð svo glaður yfir því að sjá nýtt andlit, að jeg hljóp á móti yður til þess að heilsa yður — og sjá, þessi skorpion, þetta andstyggilega skriðdýr, sem gætir hússins, lýsti því yfir að þjer væruð sett- ur í sóttkví. Hann neyddi yður til þess að fara inn, þrátt fyrir mótmæli mín. Það er alt mjer að kenna. Jeg er eyðilagður maður. Nú hvernig er þetta?« »Það er ágætt! En hvaða áríðandi við- skifti eru þetta?« »Tja! Það er galdurinn! Hvaða verslun i'ekið þjer?« »Jeg framleiði bómulk. »Þá set jeg fje inn í verslun yðar. Jeg skal skrifa ávísun«. »Þess gerist varla þörf, nú þegar við skiljum hvor annan«. En hr. Branche stóð á þessu fastar en á fótunum. »Lygin er alt það sem jeg get gert fyr- ii' yður. Jeg hefi stundum logið tvennu, en komst þá ávalt í klípu og afleiðingarn- ai* komu mjer í koll. Þarna! Jeg treysti því að þjer notið hana eins og yður best þóknast. Svo! Það var gott. Hvað skilja konur í viðskiftum? Ekkert. — Nú, með fjögra tíma Piquet á dag og eina lygi á samviskunni, finn jeg, að jeg get verið gæfusamur þrátt fyrir helvítis bóluna«. Menn geta gert sjer í hugarlund hvern- ig Myru Nell varð innanbrjósts næsta morgun, þegar hún vissi hver það var, sem hafði brotið sóttkvína. »Guð minn góður!« hrópaði hún. »Hann sagði, að hann ætlaði að gera það, en jeg hjelt að hann meinti það ekki«. Hún hljóp inn í herbergi Vittoriu, til þess að blaðra á meðan hún greiddi sjer. »Hr. La Branche segir að það sje sjer að kenna og honum þykir mjög mikið miður«, mælti ungfrú Fabrizi. »En barn, augun eru að springa út úr höfðinu á þjer«. »Mundu ekki augun standa í höfðinu á þjer, ef fallegasti, ríkasti og hugrakkasti maðurinn í New Orleans legði sig vilj- andi í hættu, bara til þess eins að vera með þjer?« »En hann sagði að hann kæmi í áríð- andi verslunarerindum«. Vittoria brosti. »Mjer dettur ekki í hug að trúa þjer. Þú þekkir ekki mennina eins og jeg. Hefir þú virkilega sjeð hann. Dreymir mig ekki?« »Jeg hefi sjálf sjeð hann, og ef þú ekki værir sá letingi sem þú ert, mundir þú þegar hafa sjeð hann. Ætlar þú að borða morgunverð uppi hjá þjer eins og vana- lega«, spurði Vittoria hrekkjalega. »Vertu ekki að stríða mjer«, hrópaði ungfrú Warren og roðnaði. »Jeg, jeg er mjög gefin fyrir að stríða öðrum, en þoli ekki sjálf stríð. Nei, jeg ætla alls ekki að borða á herberginu mínu. En auðvitað verð jeg að koma fram við hann með blá- kaldri kurteisi«. »Hversvegna ætlar þú að láta sem þú sjert móðguð?« »Skilurðu það ekki? Þetta hlýtur að vekja mesta slúður. Það er Norvin Blake, fallegasti, ríkasti...« »Já, já«. »Það, að hann verður settur í sóttkví í sama húsi og jeg, svo að við verðum að búa saman í vikur eða mánuði. ó, það var kærkomið hneyksli. Jeg er svívirt alla æfi«. Myra Nell reyndi að sýna hræðslu- svip á sjer, en fór að skellihlægja. 10

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.