Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 20
70 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að yður um þá hjálp, sem jeg get veitt yður, því þjer hafið þegar liðið mikið mín vegna. Hafið þjer ekki liðið mikið?« »Það hefir gert mig gráhærðan«, mælti hann og reyndi að leyna tilfinningum sín- um, »en nú, þegar jeg veit að þjer eruð hraustar og gæfusamar, þá gerir það ekkert til. Veit Myra Nell hver þjer er- uð?« »Enginn nema þjer og Olivetta. Ef það barn grunaði —«. Hún gerði hreyfingu með hendinni, sem sagði nægilega hvað hún átti við — að leyndarmál hennar væri þá á klukkustund orðið almenningi kunnugt. »En nú verð jeg að fara«. Það var enginn maður sjáanlegur, er þau læddust upp stiginn að húsinu og að innganginum bakdyrameginn. Hún rjetti honum hendina og hann hvíslaði: »Hvenær fæ jeg að sjá yður aftur?« »Þegar sóttkvínni er lokið. Jeg get ekk- gert gert fyr, en hún er um garð gengin«. »Farið þjer þá aftur heim til 01ivettu?« »Já, en þjer megið aldrei koma þangað, ekki einu sinni að degi til«. Hún hugsaði sig um. »Jeg skal láta yður vita síðar —«. Hún þagnaði alt í einu og jafnframt heyrði Blake einhverja hreyfingu á bak við sig. Vittoria dró hann inn í fordyrið og þorðu þau ekki að hreyfa sig fyr en mað- urinn væri farinn fram hjá. »Hver er þar?« spurði önug rödd. Norvin vildi feginn vera sloppinn úr þessari undarlegu klípu, sem hann vissi að var Margheritu mjög óþægileg. Honum til skelfingar kveikti varðmað- urinn á eldspýtu og lýsti beint framan í hann. »Gott kvöld«, mælti Blake og reyndi að láta sem ekkert hefði í skorist. »Hvað eruð þjer að gera hjer?« spurði eftirlitsmaðurinn. »Vitið þjer ekki að húsið er í sóttkví?« »Jú, gerið svo vel að tala ögn lægra; það er fólk í húsinu sem sefur«. Maðurinn leit á stúlkuna í hvíta ein- kennisbúningnum, áður en dó á eldspýt- unni. »Jeg er enginn innbrotsþjófur«. »Hm! Hvernig veit jeg nema svo sje?« »Jeg fullvissa yður um, að svo er ekki«,, mælti Vittoria. »Kveikið á annari eldspýtu, og þá skal jeg sýna yður að jeg er ekki hættulegur«„ Norvin rjetti honum nafnspjald sitt. »Jeg er Norvin Blake«. En þetta kom ekki að tilætluðum not- um. »ó, jeg veit hver þjer eruð, en þetta ei" ekki heppilegasti tíminn til að heimsækja stúlku«. Vittoria fann, að vöðvarnir í hnefa Blakes, kreptust. »Jeg skal útskýra það síðar fyrir yður«, mælti hann. Svo sneri hann sjer að Vittoriu: »Mjer þykir leitt að hafa truflað þennan heiðursmann svona mikið. Göða nótt!« »Bíðið svolítið!« mælti vörðurinn. »Þjer þurfið ekki að bjóða góða nótt«. »Hvað eigið þjer við?« »Hús þetta er í sóttkvk. »Já«. »Hjer má enginn koma nje fara nema með leyfi læknisins«. »Já, það hefi jeg skilið«. »Fyrst þjer eruð kominn hingað, þá verðið þjer að vera hjer«. Ungfrú Fabrizi rak upp óp. »Eruð þjer vitlaus!« mælti Blake reið- ur. — »Nei! Þetta er fyrirskipun mín«. »Jeg hefi ekki komið inn í húsið«. »Það kemur ekki málinu við. Ungfrúin hefir verið inni«. »Þetta er bláber vitleysa, þjer getið ekki neytt. .« »S-s-h!« hvíslaði Vittoria. Einhver var kominn út í eldhúsið. Ljós

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.