Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Page 34

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Page 34
84 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Segðu mjer það þá«, mælti Felicité bálreið. »Það er mál til komið að við — hún og jeg — fáum að tala saman. Jeg ætla að draga þig á eyranum heim til hennar«. »Ungfrú Delard, þjer gerið Bernie rangt til«, mælti Blake. Hún sneri sjer að honum. »Rangt til? Bah! Hann er kvennabósi«. »Setjist þjer. Menn taka eftir yður«. »Eftir mjer! Jú! En það er þó ekkert á móti því, sem seinna verður. Jeg skal segja allri borginni að hann dingli við gifta kon!u. Hann hefir stefþumót með henni þrjóturinn sá arna! Er það ekki viðbjóðslegt? En jeg er enginn heimsk- ingi! Jeg hefi elt þau, jeg skal rífa hana svo í framan, að hún verði alblóðug og svo skal jeg segja manni hennar allan sannleikann«. Ungfrú Delard þagnaði andartak til þess að blása mæðinni og reyndi Bernie þá að klappa henni á hendina. Kaldur svitinn spratt fram á enni hans og hon- um lá við öngviti. Eins og af gömlum vana, rjetti hann út hendina og lagaði á henni hárlokk, sem losnað hafði við hreyf- ingu hennar. »Hatturinn þinn fer illa, góða«, mælti hann. Hún reigði sig og þokaði sjer frá hon- urn: »Snerting þín saurgar mig. — Var- menni!« Blake seildist í stól og bauð henni sæti. »Viljið þjer ekki veita honum tækifæri til að verja sig«. »Hjálpaðu mjer!« stundi Dreux. »Bernie elskar aðeins yður eina«, mælti Norvin. »Svo, jeg fyrirlít hann«. »Gerið svo vel að setjast«. »Nei!« Ungfrú Delard tylti sjer á stól- brúnina. Það var rjett að hún náði niður með fótunum. »Jeg er leynilögreglumaður«, mælti Bernie. »Hvaða ný lygi er nú það?« »Engin lygi«, mælti Norvin. »í þokka- bót er hann mjög duglegur -— og hann hefir unnið í La Mafia málinu mjög lengi. Eitt að því sem hann átti að gera, var að njósna um Poggi og konu hans. Jeg ætla að biðja yður að eyðileggja ekki alt fyrir okkur með afbrýðisemi yðar«. ■>Jeg er ekki afbrýðisöm. Jeg vil bara ekki aó hann elski aðra, það er alt og sumt. En lvvað var annars það, sen> þjer sögðuð?« mælti hún nokkru mildari í máli. »Þjer megið trúa mjer«, mælti hann, »Þótt jeg geti ekki sagt yður meira. Jafn- vel það, sem jeg hefi sagt yður, megið þjer ekki segja öðrum. Dreux hefir ekki getað fyrirbygt þennan misskilning milli ykkar, því hann hefir lofað að segja eng- um frá þessu«. »Lögreglumaður!« hrópaði Felic'ité og sneri sjer af mestu ástúð að Bernie. »Þú vinnur að almenningsheill og leggur líf þitt í sölurnar? Göfugt starf! Getur þú fyrirgefið mjer?« Vandræðasvipurinn hvarf þegar af andliti Dreux og hann setti upp mesta þóttasvip. »Fyrirgefið þjer? Eftir öll þessi læti? Mjer finst, góða mín, að það vera til nokkuð mikils mælst«. Varir Felic'íté skulfu og hún leit biðj- andi á Norvin, svo hann flýtti sjer að segja. »Auðvitað hefir hann fyrirgefið yður. Honum þykir vænt um, að þjer elskið hann svo mikið að þjer verðið svona af- brýðisamar«. Bernie glotti, en þegar ástmey hans sá það hrópaði hún reið : »Nú, svo þú skemtir þjer yfir ógæfu minni, þrjótur! Gott, þú hefir elt kven- fólk, svo nú skal eg launa líku líkt. An-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.