Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 35
NÝJAR KVÖLDVÖICUR 85 toine Giron tilbiður mig og vildi kaupa handa mjer hring í gærmorgun, ef jeg vildi samþykkja það«. »Jeg drep hann!« hrópaði Dreux í mesta æsingi. »Hættið nú þessum deilum«, mælti Blake, »þið elskið hvort annað af heilum hug...« »Nei, alls ekki«, mælti hún. »Að minsta kosti tilbiður Beniie yður«. Unga stúlkan brosti til ástvinar síns. »Hversvegna bindið þið ekki enda á þetta með því að gifta ykkur?« Ungfrú Delard fölnaði við þessa ein- örðu spurningu og Dreux varð alveg mál- laus. »Það er ómögulegt«, mælti hann loks. »Nei, síður en svo«, mælti Blake. »Hvor- ugt ykkar er gæfusamt með þessu lagi. Þið missið bestu ár æfinnar á þennan hátt. Hvað varðar ykkur um umtal fólks, ef þið eruð gæfusöm saman en ógæfusöm, ef þið eruð aðskilin?« Hann varð mjög undrandi, er unga stúlkan sneri sjer að honum og mælti: »Hversvegna pínið þjer Bernie svona? Hann hefir sínar ástæður fyrir því að hann ekki getur giftst mjer. Jeg elska hann og hann tilbiður mig. Það er nægi- legt«. Tvö tár runnu niður kinnar henn- ar. »Það var illa gert af yður að hryggja hann, herra minn«. »Bernie, þú ert bjálfi!« mælti Blake mjög alvarlega, en unga stúlkan var strax til að fara að verja hann. »Bjálfi! Svo? Hefir hann ekki reynt að vinna yður gagn og lagt líf sitt í hættu?« »Jeg dáist að trygð yðar — og auðvit- :&ð varðar mig ekkert um það... En hvers- vegna farið þið ekki hjerna út í garðinn °g talið um málið? Jeg skal svo hugsa um ■P0ggi-málið«. Bernie þótti vænt um að komast úr klípunni og stóð á fætur, en hann var mJ°g sneipulegur og forðaðist að líta á vin sinn. Ungfrú Delard, sem nú hafði gleymt öllum efa og afbrýðisemi, var glöð og hress, eins og fagur aprílmorgun. Hafi Bernie Dreux haldið, að óþægind- unum væri þar með lokið þann daginn, þá fór hann viltur vegar. Þegar hann um kvöldið læddist fram hjá dyrum Myra Nell, rjeðist hún á hann og kveðjan ein fylti hann ugg og ótta. »Jeg vil fá að tala við þig nokkur orð, ungi maður«. Enginn nema Myra Nell tók sjer það skáldaleyfi að kalla Dreux »ungi maður«, og það gerði hún ekki nema þegar mesta alvara var á ferðum. »Jeg á ekki nokkurn eyri«, mælti hann. »Það er ekkert um peninga«, mælti hún alvarlega. »Það er mjög þýðingarmikið mák. »Hvað getur það þá verið?« spurði hann hissa. »Þú ætlar þó aldrei að fara að deyja í annað skifti?« Hún virti hann ekki svars, en fór með hann inn á lestrarsalinn og settist á stól fyrir framan hann. »Jeg hefi heyrt sannleikann«, mælti hún hátíðlega. Bernie fölnaði meir og meir, eftir því sem þýðing orðanna varð honum ljósari. Hann virtist hverfa niður í stólinn og verða að engu. »Við hvað áttu?« »Það veistu mjög vel«. »Jeg?« Hún kinkaði kolli. »Það er fyrsti bletturinn á nafni okk- ar og jeg er eyðilögð«. »Jeg skil þig ekki«, mælti hann svo lágt, að hún varla heyrði til hans. Honum fanst vera að líða yfir sig og var að hugsa um að biðja Myra Nell um þefsaltið hennar. »Jeg trúi þessu varla upp á þig«, mælti hún. »Þú verndari minn, eini maðurinn, sem jeg hefi litið upp til með virðingu —-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.