Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 36
86 NÝJAR KVÖLDVÖKUR eini ættingi minn.... Það er hræðilegtk Varir hennar skuifu og augu hennar fylt- ust tárum. »Segðu ekki meira«, mælti hann í bæn- arrómi, »jeg hjelt að þú fengir aldrei að vita um þetta«. »Svo virðist sem jeg sje eina mann- eskjan, sem ekkert veit um það«. Myra Nell stundi. »Jeg gat ekki að þessu gert«, mælti hann. »Jeg er bara maður og jeg hefi elskað hana í mörg ár«. »En hugsaðu um hvað fólk segir«. Hann strauk svitann af enni sjer. »Auðvitað finst þjer mjer farast lítil- mannlega, því þú ert óreynd og saklaus, en jeg er gamall syndaselur. En jeg er hræðilega einmana. Allir hinir fást við kaupsýslustörf, svo þeir hafa engan tíma til að vera með mjer. Jeg veit ekkert og get ekkert og er alveg eins og stýrislaust skipsflak. Enginn sinnir um mig, nema þú og Felicité. Hún er mjer til mikillar gleði því hún skoðar mig mikilmenni og hetju. Hún skilur drauma mína og vill lifa með mjer lífinu«. »Og þó verður þú að viðurkenna að framkoma þín er hneykslanleg«. »Ef til vill«. »Þú verður að viðurkenna að þú ert siðspiltur maður«. Hann kinkaði kolli. »Þú ert verndari minn, Bernie, þú ert alt,. sem jeg á. Jeg er veslings munaðarlaus stúlka. En þú hlýtur að geta skilið þaðr að hjereftir getur þú ekki verið forráða- maður minn!« V o r. Jeg sat út við sundið bláa, er sólin í djúpið hneig; andvara kvöldsins við dánai*beð dagsins drakk jeg í einum teig. Jeg leit þar í dýrð sinni lognsljett hafið. loftið var gullroðnum kvöldskýjum vafið; sál mína þyrsti í vorsins veig. — Jeg sat þar í helgri hrifning og hlýddi á lóunnar klið, fagnaðaróðinn um fegurð landsins og fossanna eilífa nið, um hásumarkvöldin, er himininn grætur höfugum tárum við fótskör nætur, lofgjörðarsönginn um líf og frið. — Jeg sat þar í sælli leiðslu, er sveipaði landið nótt. Á kinn mjer andaði ilmblær vorsins ununarmilt og hljótt. Hlíðarnar krupu við fjallanna fætur foldin blundaði’ í skauti nætur; • hver verund jarðar svaf vært og rótt. — Jalcob 6. Pjetursson. Frá Hranastöðum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.