Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 55 að hressandi andblær erlendrar æsku ber- ist hingað og blési auknu lífi í gáfaðan, íslenzkan æskulýð. IIV. ÖNNUR RIT. 1. Gráskinna. Þó að áður hafi verið minst á »Grá- skinnu« í »Nýjum Kvöldvökum«, get eg ekki látið hjá líða að minnast á hana. í henni eru nokkrar ágætar sögur, sér- kennilegar og skemtilegar, en af þeim öll- um ber sagan af hrakningum Snæbjarnar í Hergilsey og undrum þeim, sem gerðust í sambandi við þá. Veit eg, að Snæbjörn hefir verið að rita æfisögu sína, og nú hef eS' heyrt, að hún muni bráðlega verða prentuð. Er Snæbjörn einn hinn allra merkasti og bezti núlifandi fulltrúi okkar gömlu alþýðumenningar, sérkennilegur, kjarnyrtur, kvæðamaður og sagna, and- legt og líkamlegt karlmenni og drengur hinn bezti. Hef eg vart hitt mann, er mér þykir meira til koma. Mun verða hinn mesti fengur að æfisögu hans, og ætti enginn að neita sér um þá skemtun og hressingu að lesa hana. Hún mun verða ■vel og séi-kennilega stíluð og efnið við- burðaríkt og að mörgu sérstætt. Má t. d. benda á, að lífið í Breiðafjarðareyjum er fyrir flestum landsmönnum eins og furðu- legt æfintýr. Fjölbreytnin er mikil og margt, sem mætir, er hvorttveggja í senn erfitt og laðandi.... En hvað sem líður æfisögu Snæbjarnar, væri æskilegt að þeim Þórbergi og Nordal tækist að afla jafn veigamikils efnis í hvert hefti »Grá- skinnu« og er í þessu fyrsta. 2. Endurminningar síra Friðriks Frið- rikssonar. Þó að séra Friðrik segi aðeins frá því í þessari bók, er dreif á daga hans á fyrri hluta æfinnar, þá er bókin æði stór. Og hún er ekki síður skemtileg en skemtileg- ustu skáldsögur. Frásögnin er lipur og látlaus — en nærri því barnaleg sum- staðar — ekki sérstaklega fágaður stíll- inn, en víðast frábærlega lifandi. Kemst lesandinn að þeirri niðurstöðu, að síra Friðrik hafi alt af verið og muni að lík- indum alt af verða barn, sem starir á glit og græna skóga þessa heims og annars, cn er ósnortið af flestu því, sem er hugs- að, rætt og ritað og barist mest um í ver- öldinni á sviði stjórnmála, trwmála, vís- inda og s. frv. 3. J. Auker-Larsen: Fyrir opnum dyr- um. Dr. Guðmundur Finnbogason hefir þýtt bók þessa. Er hún vel skrifuð og all- eftirtektarverð. í henni skýrir höfundur frá ýmsu svipuðu og kemur fram í bók hans »Vizkusteinninn«, er hlaut 50 þús. króna verðlaun Gyldendals. Munu allir, sem hafa áhuga fyrir sálfræðilegum efn- um, hafa gaman af að lesa »Fyrir opnum dyrum«, en hvort menn hafi gagn af því, skal eg ekkert um segja. Enginn þarf að fælast bókina sakir framsetningarinnar. Hún er mjög skilmerkileg og alþýðleg. 4. Síra Friðri Rafnar hefir skrifað bók um Gandhi, mikilmennið indverska. Er saga Gandhis hin merkilegasta og þakkarvert, að íslenzkum almenningi skuli gefinn kostur á að kynnast henni. Bókin er ein í flokki þeirra alþýðlegu fræðibóka, er Þorsteinn M. Jónsson gef- ur út, og vil eg nota tækifærið og minna fólk á að stuðla að því, að Þorsteinn geti haldið áfram útgáfu fræðibóka alþýðlega skrifaðra. Menningin er orðin svo marg- þætt og líf vort alt stendur í svo órjúfan- legu sambandi við hana, að ef vér látum oss nægja með þá fróðleiksmola, er vér fáum í barnaskólunum, þá förum vér á mis við mikla og margvíslega lífsnautn. En á íslenzku er fátt fræðibóka, og að- staða almennings til fræðslu og mentun- ar því afar erfið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.