Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 71 lýsti út um gluggann. Ðyrnar opnuðust •og hr. La Branche kom í ljós, klæddur í silkislopp og með ljós í hendinni. »Mjer virtist jeg heyra mannamál«, mælti hann. »Hvað gengur á?« »Það er ekkert«, mælti Blake, sem var jög sneyptur. Vittoria og vörðurinn fóru bæði að tala í einu, svo fór hún að hlæja og mælti: »Veslings Blake. Hann er kominn í sóttkví er jeg hrædd um. Það var mjög •aríðandi að hann fengi að tala við mig urn markvert mál, en nú segir maðurinn bjerna að hann megi ekki fara hjeðan aftur«. En það var bersýnilegt að gamla La Branche fanst lítið gaman á ferðum. »Tala við yður! Á þessum tíma?« »Jeg er í þjónustu heilbrigðismála- ■stjórnarinnar og svona eru skipanir mín- ar«, mælti vörðurinn. »Mjer lá mjög á að fá að tala við ung- ±'rú Fabrizi. Jeg einn á sök á þessu«, ^ælti Norvin við gamla Kreolann. Vörðurinn spurði hátt: »Sagði læknir- tnn ekki, að hjeðan mætti enginn fara nje Eoma, hr. La Branche?« »Jú«. »Já, góði maður, þetta er ekkert alment 'dæmi. Nú þegar jeg hefi skýrt málið, get -jeg víst farið, þegar jeg hefi beðið hr. La Eranche afsökunar á þessu næturónæði«. »Nei«. Eigandi hússins gekk til hliðar og lyfti Jjósinu. »Ungfrú Fabrizi er gestur minn«, ftælti hann rólega, »svo jeg þarf engra skýringa við. Þessi maður gerir skyldu sina og þessvegna er jeg hræddur um, hr. Blake, að þjer verðið að gera yður hús aitt að góðu, þar til lögreglan leyfir yð- Ur að fara burt«. »ómögulegt herra! Jeg.....«. »Mjer þykir leitt, að við höfum eigi ^itst fyr, en þjer eruð velkominn, og jeg skal gera hvað jeg get til þess, að yður líði vel«. Hann benti Blake inn í húsið. »Þakka yður fyrir, en jeg get ekki þeg- ið boðið!« »Jeg er hræddur um að þjer neyðist til þess«. »Já, en það er hlægilegt. Jeg er kaup- sýslumaður, ávalt önnum kafinn. Jeg get ekki lokað mig inni í vikutíma. Auk þess vil eg ekki gera ókunnugu fólki slíkt ó- næði«. »Sjeuð þjer góður borgari, hlýðið þjer lögunum«, mælti La Branche kuldalega. Norvin leit á Vittoríu og sá að hún var i klípu, þótt hún ljeti ekki á því bera. Það var sýnileg-t, að hann gat ekkert gert ann- að en þegið boðið. Hann hneigði sig og mælti alvarlega: »Þjer hafið rjett að mæla, og jeg þakka gestrisni yðar. Ef þjer viljið ganga á und- an, kem jeg á eftir«. Sakamennirnir tveir gengu nú inn í hið rúmgóða eldhús og fylgdu því næst hinum litla, feita Kreóla lengra inn í húsið. XVII. KAFLI. Trúlofun. Montegut La Bi*anche staðnæmdist í forstofunni við stigann. »Það er orðið framorðið«, mælti hann. »Ungfrúin vill efalaust fara að hátta«. »Má jeg segja nokkur orð til skýr- inga«, sagði Norvin, en Vittoria tók fram í: — »Herra La Branche hefir á rjettu að standa. — Skýringar eru ónauðsyn- legar«. Hún kinkaði kurteislega kolli til beggja mannanna og gekk svo upp tröpp- urnar og hvarf í myrkrið; La Branche kallaði kurteislega á eftir henni: »Jeg óska yður góðrar nætur og góðra dauma«. Svo fór hann á undan inn í bókastofuna, setti lampann á borðið og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.