Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 8
58 NÝJAR KVÖLDVÖKUR látið hvern, sem neytir hans, sofa og ekk- ert finna til, jafnvel þó skorið væri í hold hans með hnífum.... Eg tók orma og í-otn- ar pöddur, svo tók eg kvikasilfur, lút og kalk, blandaði öllu saman og söng hárri röddu allar hinar skrifuðu særingar í ein- hverri gleðivímu af hrifni og eftirvænt- ingu. En þá... alt í einu... ógurlegur hvellur. . og eg vissi ekki af mér fram- ar.... Þegar eg raknaði við aftur, lá eg kylliflatur úti í horni, eins og einhver jötunshönd hefði fleygt mér þangað....« »Knútur!« hrópaði biskupinn með þrumurödd, alveg við andlitið á honum, »sú jötunshönd var hönd Andskotans, sem ætlaði að grípa sál þína....« »Nei, nei!« Knútur lyfti höndunum eins og til að verja sig — »það var aðeins eitt af hinum viltu, ótomdu öflum náttúrunn- ar, sem mér hafði tekist að beizla — og eg lærði að temja það... Magnús, eg veit nú það, sem enginn annar maður í allri veröldinni veit — eg þekki töfra þá, sem binda efnin saman á þann hátt, að hin minsta þrýsting á þau getur valdið, að þau verða sem sjálft helvíti — eins og foss af glóandi eldi alveg upp í skýin! Aðeins eitt einasta lævirkjaegg fult af þessum efnum væri meira en nóg til þess að sprengja heila....« Magnús Stjárnkors lagði báðar hendur þungt á axlir Knúts. »Knútur«, mælti hann, »ef þú vilt frelsa líkama þinn frá bálinu, sem er sú rétt- láta hegning, er venjulega bíður galdra- manna — og ef þú vilt frelsa sál þína frá eilífri glötun, þá komdu með mér nú! Nú! — út gegnum leyniganginn; með sjálfri þessari fjandans fjölkyngi, sem þú hefir fundið, skulum við sprengja þetta hreið- ur syndarinnar í loft upp með öllu, sem í því er, og aldrei framar skalt þú setja fót þinn yfir þröskuld þess. — Ef þú fremur fjölkyngi þó ekki sé nema í eitt einasta skifti héðan í frá, mun sál þín verða að eilífu útskúfuð!« Knútur stóð og reikaði, það var eins og hin myrkasta nótt efa og sorgar sveipaði sér um sál hans. »Já, já. . víst«, stamaði hann — »já, sál mín... já... en....« Hann hoi’fði á Magnús Stjámkors með augnaráði, svo þi’ungnu sársauka, að það var því líkast, sem hann mundi deyja — og hægt og þunglamalega fetaði hann á eftir biskupi út í kastalagarðinn. — En í miðjum garðinum staðnæmdist hann snögglega, hóf upp höfuðið og hlustaði.... Honum misheyrðist ekki — það var Hofa- hljóð og á sama augnabliki var biskupinn gleymdur, og gleymd var galdrahvelfing- in með öllu sem í henni var. — Nú var Knútur Possi ekkert annað enhöfuðsmað- urinn, sá sem trúað var fyrir að vemda Kirjalaland og verja bæinn Wiborg og kastalann. Hann heyrði glögt hófahljóðið — fjöldi hesta á fljúgandi stökki... og í fjarska heyrði hann óminn af hávaða og hljóð- um.... í næsta augnabliki dundi virkis- brúin og garðurinn fyltist af fælnum, prjónandi hestum og á þeim tví- og þrí- mentu karlar, konur og börn. ■— Og neð- an úr bænum barst sambland af raustum: óp karlmanna, kveinstafir kvenna, barns- grátur og angistarbaul búsmalans. En gegnum allan hávaðann þrumaði eitt ein- asta orð — orðið, sem breiddi ógn og og skelfingu yfir alt Finnland, hvenær sem það heyrðist: »Moskovitinn!« »Moskovitinn kemur!« Á hestinum, sem næstur var Knúti, sat ungur maður og fyrir aftan hann korn- ung kona með nýfætt barn í fanginu. Hringinn í kring um sig sá hann fölvar konur, sem héldu börnum sínum í faðm- inum. — Aðeins nafnið: Moskovitinn, slökti í einu vetfangi hvern neista af

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.