Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 46
96 NÝJAR KVÖLDVÖKUR nokkuð undarlega út, þarna uppi í hæð- unum. »Henni þykir gróflega vænt um þetta sæti«, hélt frændi áfram, og vissi nú naumast hvað hann sagði, »hún situr þarna altaf... næstum því altaf...« Síra Söderbom stökk nú á fætur, greip tröppustigann og setti hann við skápinn. Frænka kom niður eins og skriða úr fjallshlíð, en hvarf út úr stofunni eins og lítil mús. Síra Söderbom áminti frænda alvarlega og sýndi honum fi-am á, að hann væri sá versti heimilistýrani, sem hugsast gæti, er hann breytti þannig gagnvart elskulegri eiginkonu. Frændi varð ákaf- lega upp með sér: »Þú skalt ekki tala við mig um kven- fólkið, eg veit hvernig á að ala það upp!« sagði hann. Rétt á eftir kom frænka inn, klædd sínu fínasta skrauti, og með rjómakönnu í hendinni. Hún heilsaði síra Söderbom með alveg óviðjafnanlegum tiguleika. Að því loknu rétti hún rjómakönnuna að frænda. »Hlauptu niður í mjólkurbúðina, Jó- hannes, og kauptu rjóma fyrir 5 aura! Við fáum þó líklega leyfi til að bjóða hirðprestinum kaffibolla?« »En sæta Charlotta«, sagði frændi, »getur ekki Albertína...« »Ekki eitt orð meira, Jóhannes, nú ferðu!« sagði frænka rólega. Og frændi lötraði af stað með rjóma- könnuna. Síra Söderbom kallaði frænda aldrei upp frá því heimilistýrana. Smávegis. HANN FJEKK ÚRLAUSN. Svo bar við fyrir nokkru, að á póst- húsið í Niðarósi kom bréf með svohljóð- andi áritun: »Mesti þorskurinn í Niðar- ósi«. Póstmeistarinn var fjarverandi, en er hann kom heim, sagði einn póstþjón- anna honum frá bréfinu. »Hvað gerðuð þið við það?« spurði póstmeistarinn. — »Nú, þar sem mér gat ekki verið kunnugt um hver væri mest- ur þorskur í bænum opnaði eg bréfið, svaraði póstþjónninn.« ■— »Og hvað stóð þá í því?« »Það stóðu aðeins þessi orð: »Þú ert maðurinn««. ANDANN HEFIR ENGINN ORÐIÐ VAR VIÐ. Eins og kunnugt er, lagði Vilhjálmur II. fyrverandi Þýzkalandskeisari flest á gjörva hönd. Fanst það oft á, að honum þótti sem ekki væru margir sér snjallari, jafnvel þegar um vísindi og listir var að ræða. — Meðal annars lagði hann tals- verða stund á ljóðagerð. — Einhverju sinni bar svo við, að íbúar keisarahallarinnar í Potsdam þóttust hafa orðið varir við vofu þá, er þar stundum átti að sýna sig, og var það sögn, að »Hvíta frúin« í Potsdam boðaði stórtíð- indi, er hún lét sjá sig. Fyrirburðurinn þótti því merkilegur og var talsvert um hann rætt. Keisarinn var ekki trúaður á neitt slíkt, og til þess að sanna, að vofan væri að- eins hugarburður þjónustufólksins, skip- aði hann svo fyrir, að vörður skyldi hald- inn á nóttum og áttu varðmennirnir að gefa skriflega skýrslu að morgni um, hvort þeir yrðu nokkurs varir. Þetta fékk þó skjótan enda, því að herforingi sá, er gefa átti fyrstu skýrsluna orðaði hana í granleysi sem fylgir: »Alt með kyrð og spekt í höllinni í nótt. Hans hátign keisarinn situr inni í her- bergi sínu og yrkir ljóð — en andann hef- ir enginn orðið var við!« Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.