Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 26
76 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hann var svo óstyrkur að hann sló hatt- inn af höfðinu á honum. »Hún hefði ekki getað orðið drotning-, hefði hann ekki verið.« »Jeg hefði getað gert eins mikið til þess sem hann.« Bernie hvíslaði: »Hann lánaði mjer peninga, skilurðu! Það gat gengið eins og í pottinn var búið. Það var alt klappað og klárt, nema trúlofunaropinberunin — skilurðu!« Loks stóð Rillean á fætur og mælti: »Þetta er mest heppni fyrir ykkur alla. Hann er rnanna efnilegastur í New Orle- ans og það er aðeins einn maður, sem jeg hefði heldur viljað að systir þín giftist, og sá maður er jeg sjálfur. En nú ætla jeg að flýta mjer út og finna tilhlýðilega gjöf, áður en allir hinir vita þetta«. »Mjer þykir þetta leiðinlegt gamli vin- ur — mjer þykir vænt um þig, skilurðu!« Bernie velti stölnum sínum, þegar hann stóð upp til þess að faðma vin sinn. Þeg- ar því var lokið, flýtti hann sjer til Kulu, sem var nýkominn, til þess að segja hon- um frjettirnar. Hr. Kulu fyltist þögulli örvæntingu og fór óljóst að tala um sjálfsmorð, svo að Bernie einsetti sjer að drekkja þess- um hugsunum í vínflóði. »Jeg veit ekkert hvað að strákunum getur gengið« mælti Myra Nell við Nor- vin tveim dögum eftir að hann hafði ver- ið lokaður inni, »Lecompte ætlaði að lesa upphátt í Rubaiyát fyrir mig og Ray- mond Cline hafði lofað mjer vendi af Orkideum, en hvorugur hefir sjest«. »Það er afbrýðisemk, mælti hann. »Sennilega. Auðvitað er það leiðinlegt að þú skyldir bletta mannorð mitt á þenna hátt — mjer þykir mjög vænt um —- en jeg hafði ekki látið mjer detta í hug, að það mundi firta alla hina í burtu«. »Heldur þú að jeg hafi sett blett á mannorð þitt?« »Það veistu sjálfur — voðalegan. — Jeg var trúlofuð þeim öllum — nema þjer...«. »En þú veist að jeg dvel hjer sárnauð- ugur«. »Er það?« mælti hún hlægjandi. »Heldurðu það«. »í öllum hamingju bænum eyðilegðu ekki alla ánægjuna fyrir mjer. Hafi jeg nokkru sinni sjeð tvo sakamenn, þá voruð það þið Montegut. Menn eru svo undir- förulir. Hú! Jeg hjelt að þetta mundi verða svo gaman, en þú spilar allan dag- inn við hr. La. Branche, svo jeg er að sál- ast úr leiðindum. »Hvað viltu að jeg geri?« stamaði hann. »Jeg veit það ekki. Mjer leiðist afskap- lega. Gætir þú ekki gert útrás og dregið Lecompte, Murray eða Raymond hingað inn ?« Hr. La Branche kom með kvöldblöðin. »Nú er það komið í kvöldblöðin«, mælti hann hlægjandi. »Þessir frjettasnatar ná í alt«. »Hvað er í blöðunum?« Myra Nell hrifsaði blöðin úr hendi hans og las á- kaft, en hann fór út aftur og bergmálaði fótatak hans í húsinu. Blake las yfir öxl hennar og roðnaði. »Norvin, við erum rjettilega alvarlega trúlofuð. Sjáðu!« Eftir litla þögn mælti hún. »Og þú hefir ekki beðið mín ennþá«. Hann gat ekki gert nema eitt. »Myra Nell«, byrjaði hann, »jeg vildi óska.. vilt þú...«. »ó! asninn þinn, þetta er eins og þú ætlaðir í kalt bað«. »Viltu gera mjer þann heiður að verða konan mín?« Hún fór að hlægja. »Þorir þú í raun og veru að segja þetta. Á jeg að heimta um- hugsunarfi’est eða viltu fá svai’ið strax?« »Strax!« »Gott, auðvitað vil jeg ekki vei’ða kon- an þín«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.