Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 61 og formælingar heyrðust hvaðanæfa. -Stundum kviknaði í innan múranna, stundum brann fyrir utan þá. Steinslöng- urnar vörpuðu glóandi steinum inn í virkið, þeir svifu eins og eldfuglar gegn- um náttmyrkrið. Stór stykki hrundu úr virkisveggjunum hér og þar í stórhríð af eldglæringum og moldroki. Hægt og hægt, en óstöðvandi klifruðu Moskovitarnir upp á múrana, náðu fót- íesti og urðu ekki hraktir niður aftur. hegar dagaði og hin fyrsta, gráleita skíma dagsins gerði það mögulegt að greina eitthvað, sáust gunnfánar þeirra blakta hér og þar á virkisveggjunum, og •aragrúi æðisgenginna stríðsmanna rudd- ist upp og fylkti sér undir fánana. Kastalinn var í höndum þeirra. Tryltir eins og villidýr, æðisgengnir af ®ldi, sárum og skarkala, yfirgáfu nú hin- ir síðustu steinslöngurnar og múrbrjót- ■ana og ultu eins og lifandi flóð yfir múr- -ana. Þeim, sem á undan komu, var bein- línis lyft upp og hrundið áfram af þrýst- mgnum frá fjöldanum, sem kom á eftir. Var nú barist í návígi á sjálfum virkis- naúrunum. Þá hljómaði alt í einu merki það, er Knútur hafði skipað mönnum sínum að hlýða — hátt, hvelt blístur — virkismenn stukku þá allir í einu aftur á bak af múr- unum, snarir eins og kettir. óvinaherinn stóð svo þétt sem korn á akri á virkis- Veggjunum. Þeim féllust hendur, og þeir stóðu kyrrir eitt augnablik — grunuðu vél... Engum manni mundi detta í hug að gera slíka heimsku, nema eitthvað byggi undir.... Aftur var blístrað — hvelt, tryllings- legt, eins og eldgulur ómur.... Þá varð brestur mikill, sem þaggaði Mlan hávaða — gleypti hann í þrumu- i'aust sína, sem var svo ógurleg eins og -allur himinn klofnaði. Það leit rétt snöggvast út eins og virk- isveggurinn bólgnaði út —- og svo flaug hann — með grjót og kalk og alt lifandi — upp lil skýjanna. Hvað hafði komið fyrir. Enginn gat svarað því. Enginn vissi sitt rjúkandi ráð. Alt, sem átti raust, æpti af skelfingu. Múrinn hafði tekið dauðastökkið og lá nú í rjúkandi rústum — og þeir af óvinaliðinu, sem höfðu koin- ist lífs af, voru á fljúgandi flótta, æðis- gengnir af hræðslu, eins og þeir hefðu séð Satan sjálfan. En brotin af kötlum og kerum Knúts lágu á víð og dreif. Hann hljóp inn í turnhvelfinguna, tók börn sín hvert eftir annað og lyfti þeim hátt yfir höfuð sér, að síðustu faðmaði hann Sigríði að sér og kysti hana. Svo skundaði hann aftur út til starfa sinna... Um morguninn, þegar fyrstu geislar sólarinnar þrengdu sér inn gegnum hin- ar smáu rúður á glugga turnhvelfingar- innar, lá Knútur Possi á hnjánum við hlóðirnar, þar sem hann hafði framið fjölkyngi sína. Gegnum hina þykku veggi heyrði hann óminn af söngnum ofan úr kirkjunni. Þar stóð biskupinn, Magnús Stjarnkors, fyrír altarinu og færði Drotni þakkir....... »Fyrir ykkur — já. En ekki fyrir mig!« andvarpaði Knútur og huldi and- litið í höndum sér, yfirkominn af þung- um ekka. »Drottinn minn og Guð minn — með þér fá engir að vera, sem fjölkyngi fremja.... Þú munt því útskúfa sál minni — fyrirdæma hana um alla eilífð!« Knúti varð í sama bili litið upp, og út um gluggann sá hann himininn augliti til auglitis, og honum fanst að Guð, herra allrar fjölkyngi, horfa niður á sig. . og með titrandi hjarta og tilfinningu, sem gaf honum von um lausn, hvíslaði hann auðmjúkur: »Herra, þú ert alt... Þú ert þá líklega

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.