Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 24
74 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Þykir þjer vænt um hann?« »Jeg er afskaplega ástfangin í honum! Eftir þetta — erum við — erum við næst- um gift. Nú skaltu sjá hvernig jeg skal sýna honum hversu mjög hann hefir móðgað mig«. En þegar hún seint og síðar meir gekk inn í borðstofuna, bar ekki mjög á kala hennar. Hún ljek á alls oddi og hún tók Blake báðum höndum, dansaði kringum hann og hrópaði: »Þú gerðir það samt sem áður! Þú gerð- ir það samt sem áður! Húrrak Frú La Branche lá við að líta á þetta framferði sem mjög ótilhlýðilegt, en þeg- ar hún sá að hr. Montegut brosti mjög vingjarnlega til þeirra unglinganna, varð hún mildari. »Jeg get varla trúað Vittoriu«, sagði Myra Nell. »Veistu hvaða hættu þú ert kominn í?« Hr. La Branche mælti: »Mjer þykir mjög fyrir sjálfselsku minni. Mjer hefir ekki komið dúr á auga í alla nótt!« »Þú hlýtur að hafa verið geggjaður Montegut« mælti kona hans. »Það var glæpsamlegt að þjóta upp og faðma hann eins og á stóð«. »En elskan mín! Hugsaðu þjer hvaða fregnir hann færði! Hvílík ánægja það var að sjá hann aftur! Mjer var það um megn«. Kreolinn baðaði höndunum eins og hann gæti ekki lýst hugsunum sínum. »Ó, gamli hrekkjalómur! Norvin hefir áður sagt mjer að hann hafi aldei sjeð þig áður«, mælti Myra Nell. »Svo!-Ómögulegt! Við höfum haft við- skifti —- mjög áríðandi — en hvað skilj- ið þið í þeim? Ekkert. Það er nóg að segja ykkur það eitt, að hann hefir bjargað mjer frá eyðileggingu. Auðvitað vai’ð jeg viti mínu fjær af gleði?« »Var efnahag okkar svo illa komið?« spurði kona hans hrædd. »Mjög illa! Hann er frelsari okkar!« Blake roðnaði þegar hann heyrði þess- ar ýkjur, en einkum vegna þess að hann sá, að Myra Nell gretti sig framan í hann. »Guði sje lof að alt er komið í lag« mælti hann við húsfreyjuna. En ungfrú Warren Ijet sjer þetta ekki lynda og spurði í einfeldni La Branche þar til hann var kominn í mótsagnir við sjálfan sig. Til allrar hamingju fyrir hann hætti hún að spyrja, þegar hún sá að á borð var borið fyrir fjóra. »ó! Það vantar disk!« hrópaði hún, »handa Vittoriu!« Gamla frúin svaraði rólega: »Nei, góða mín! Meðan við vorum alein mátti svo vera, en nú er það betra öðruvísi«. Norvin varð dauðhræddur, er Mju'a Nell ljet strax undan og að fólk þetta leit á greifynjuna sem vinnukonu. Gat það raunverulega verið svo blint? Hann hafði þó ekki mikið svigrúm til þess að hugsa um þetta, þar sem Myra Nell þegar byrjaði á að koma upp um bið- il sinn og koma hr. Montegut í bobba. En Althea frænka var ekki tortryggin að eðlisfari, svo hún hjelt áfram að brosa til manns síns með trúnaðartrausti, enda þótt hún botnaði ekki neitt í neinu. Þegar morgunverður var búinn,jók ungastúlkan mjög mikið á hræðslu Norvins með því að sýna honum allskonar ástleitni; varð hann síðast feginn að flýja inn að Piquet- borði La Branches. Þegar tækifæri gafst, mælti hann við Vittoriu: »Þetta er hræðilegt. Þau fara með yður eins og vinnukonu! Það er óþol- andi!« »Þetta er með í mínum verkahring. Jeg er vön þessu«. Hún brosti. »Þá hafið þjer í raun og veru breyst. Hversu mjög mundu þau ekki koma öðru- vísi fram, ef þau grunaði sannleikann!« »Þau má ekki gruna hann; undir því er meira komið en yður grunar«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.