Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 14
64 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Á leiðinni fjekk hann tíma til þess að yfirvega málið. Honum var það ljóst, að hann unni henni og honum fanst nú sem örlögin hefðu ákveðið, að þau skyldu njótast. — Það var farið að dimma, áður en hann náði ákvörðunarstaðnum. Lit.il ítölsk vinnukona leiddi hann upp iangan dimman stiga inn í fornfálega dagstofu, sem lá út að riðguðum járnsvölum. Einu sinni hafði húsið verið heimili ríkis- manns, en nú hrörnaði það ár frá ári. Hann var sokkinn niður i hugsanir sínar er hann heyrði skrjáfa í kjól. »Ungfrú Fabrizi? Jeg hefi leitað yð- ar —«. Hann þagnaði því unga stúlkan hafði rekið upp óp. Það var dimt í stofunni og hann gekk nær til að sjá hana betur; svo stóð hann höggdofa. »Margherita!« hvíslaði hann skjálfandi röddu. »Guð minn góður!« »Já«, mælti hún rólega, »það er jeg«. »Hann horfði á hana eins og hann tryði ekki eigin augum. Hann varð orðlaus af æsingu og gólfið ruggaði undir fótum hans. Stofan varð ekki lengur dimm og fátækleg, heldur hjúpuð dásamlegu töfra- ljósi. En þrátt fyrir æsinginn sá hann hana standa fyrir framan sig, rólega og örugga eins og ávalt. »Caro Norvin! Loks hafið þjer fundið mig«, heyrði hann hana segja. »Jeg hefi oft hugsað um það, hvenær það mundi ske«. »Þjer — þjer!« stamaði hann. Hann langaði til að taka hana í faðm sjer. Hún var klædd eins og hann mundi eft- ir henni, í gulan kjól, og hár hennar Ijóm- aði með óviðjafnanlegum ljóma. Hann varð að verjast því að sjá hana. Honum fanst mynd hennar, sú, er hann hafði geymt af henni í hjarta sínu, fátækleg og lítils um verð nú, er hann sá hana sjálfa fyrir sjer. »Jeg kom til þess að sækja ungfrl Fabrizi. Hversvegna eruð þjer hjer?« Hann leit til dyranna eins og hamt byggist við að einhver kæmi. »Það er jeg«. »Contessa!« »Ssh!« Hún lagði fingurinn á munn honum. »Jeg er ekki lengur greifinja Margherita. Jeg er Vittoria Fabrizi«. »Þá hafið þjer verið hjer í New Or- leans lengi?« »Meir en ár«. »ómögulegt! Jeg •— þjer — það er ó- trúlegt! Hversvegna höfum við aldreí; fundist?« »Jeg hefi oft sjeð yður«. »Og þjer ávörpuðuð mig ekki? Hvers- vegna, Margherita, hversvegna?« »Vinur minn. Ef yður þykir nokkuð vænt um mig, megið þjer ekki kalla mig þessu nafni. Áttið yður. Jeg skal gefa yð- ur skýringu. En munið fyrst og fremst að jeg er hjúkrunarkonan Vittoria Fabrizi — fátæk stúlka«. »Jeg skal muna það. Jeg skil þetta ekki, en jeg skal vera varkár. Hvað varðar um nöfn. Jeg hefi fundið yður! Þjer lifið! Þjer eruð ávalt sú sama! Jeg var hrædd- ur um, að þjer munduð hafa breyst — væruð orðnar gamlar — mjer hefir fund- ist þetta svo langur tími. En jeg hætti aldrei að hugsa um yður — hætti aldrei að vona —«. »Yður mun skiljast þetta alt mjög vel, er þjer heyrið sögu mína?« »Segið mjer alt strax. Jeg get ekki beð- ið. Hann leiddi hana að legubekk og þau settust. »Segið mjer hversvegna þjer eruð Vit- toria Fabrizi í stað Margherita Sinini, hversvegna eruð þjer hjer? ó! segið mjer alt. Jeg er ruglaður — — jeg — jeg —«. »Segið mjer fyrst til hvers þjer kom- uð ?« Hann áttaði sig og sagði erindið — um

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.