Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 40
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Svíum og var sænsk þar til Karl 12. beið ósig- urinn við Poltava 1710, og hún varð að gefast upp fyrir Rússum. 32, Habana. Á spönsku heitir hún San Christobel de la Ha- bana og hefir síðan Kúba braust undan yfirráð- um Spánverja 1898 verið höfuðborg í lýðveldinu Kúba. Habana er stór, rík og falleg borg. Hefir hún hjer um bil 300.000 íbúa (mikið af svert- ing'jum og múlöttum) og er aðalstöð tófcaksiðn- aðarins (»Habana-vindlar«). Borgin stendur á Kúba að norðanverðu og hefir afbragðs höfn. Hinar g'ömlu víggirðingar eru niðurrifnar og hafa mátt víkja fyrir breiðum virkisstrætum. Þar sem gröf Kolumbusar var áður, er nú stór dómkirkja. 1 borginni er mikil verslun meðtóbak, sykur, romm og kafíi. — Borgin var stofnsett af Spánverjum 1539 og' var þá gefið nafnið: »Lykillinn að nýja heiminum.« Þegar Spánverj- ar mistu Kúbu og Habana, töpuðu þeir einhverri ríkustu nýlendu sinni og tjónið var þeim til- finnanlegt. 33. Stuttgart. Höfuðborg í lýðveldinu; áður konungsríkinu, Wiirtenberg'. Ibúatala við síðasta manntal 286.000. 1 Stuttgart situr stjórnin, landsdagur- inn (þingið) og æðsta umboðsstjórn. Borginni er skift í efri og neðri hluta. Umhverfi er fag'- urt, en borgin sjálf er nú fyrst síðasta manns- aldur búin að fá á sig tískublæ. Vjelaiðnaður er þar mikill og á einu sviði, bókaverslun, er Stutt- gart næst fremsti bær í Þýskalandi. Þar ev Leipzig mestur. — Nafnið Stuttgart er komið of orðinu Stutteri (hestaræktunarstöð) og Garten (garður). Fyrir löngu síðan átti að hafa verið þarna slík stöð og stór garður umhverfis. Greif- arnir af Wiirtemberg stofnsettu þama bæ, sem frá 1482 varð höfuðstaður landsins. 34. Teheran. Hún er höfuðborg Persíu. Sameinast í þeirri borg' Austurlönd og Evrópa, en þó eru Austur- lönd miklu meira áberandi. Flestar götur eru þar forugir moldarvegir, og á slíkum vegum njóta franskir bílar sín ekki. Móti hverri ein- stakri nýtísku byggingu eru hundrað kofar bygðir úr leir. Þar er stórt sölutorg og g'óðir gistiskálar fyrir aðkomandi. Englendingar hafa bygt þar gasstöð og' Frakkar sett á stofn marga skóla. Þar e'r háskóli, þar sem kensla fer fram á arabisku, frönsku, ensku og rússnesku. Stjórn- arhöllin er stór og dýrleg í gömlum persneskum stíl, en Shahen (konungurinn) býr næstum altaf í París. íbúarnir eru taldir 280.000 og eru nokk- ur hundruð af þeim Evrópumenn, 3—4000 Gyð- ingar og' 2—300 Parsar, sem eru hinir síðustu afkomendur eldsdýrkenda þeirra, er þar bjuggu endur fyrir löngu. 35. Oslo Hún er höfuðborg Noregs, sem er konungsríki og stendur fyrir botni Kristjaníufjarðarins. Eft- ir manntali 1920 var ibúatala hennar 258.341. — Til 1. janúar 1925 hjet borgin Kristjanía. 1 Oslo býr konungurinn, þar situr stjórnin og þar kem- ur stórþingið saman. Hin nýju sveitarstjómar- lög' skifta umboðsstjórn borgarinnar í 8 deildir. Stýrir borgarstjóri þeirri deild, sem fjármálin hefir með höndum, en hinum sjö er stjórnað af einum ráðmanni hver. Bæjarráðið samanstend- ur af 84 mönnum, sem er svo skift í bæjarstjórn- ir með 21 manni í hverri, og fulltrúanefnd með 63 mönnum. Iðnaður er mikill, en þó er far- menska og siglingar enn meiri. 1915 voru yfir 300 gufuskip, sem áttu heima í Oslo. Gengu mörg af þeim í úthafssiglingar og árlega eru sigldar inn margar miljónir króna í flutningsgjöldum. Fjórtán rafmagnssporvegir annast helstu sam- göngur inni í borginni og þar að auki eru raf- magns-sporbrautir, sem annast sambandið milli umhverfisins og borgarinnar. Járnbraut lig'gur nú einnig upp til Holmenkollen og lengra áfran*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.