Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 37
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 87 Höfuðborgir. 23. Amsterdam og Haag. Amsterdam er höfuðborgin í konungsríkinu Niðurlöndin, eða Hollandi, eins og við venjulega segjum. Þar er þó ekki aðsetursstaður stjórnar- innar, heldur er það Haag. Eftir síðasta mann- tali hefir Amsterdam 580.000 íbúa og er einhver einkennilegasta borg' í Evrópu; mikill hluti hennar er bygður á staurum og síki eru í flest- um götum. Staurar þessir eru 12—15 metra langir til þess að þeir nái gegnum hinn mýrar- kenda jarðveg niður i sandinn. Bæði þetta fyrir- komulag og' svo hitt, hve Norðursjórinn er nærri, gerir það að verkum, að mjög saggasamt er í borginni. Stór síki liggja alla leið til sjávar og •er það vegna skipaferðanna. Flest húsin eru bygð úr rauðum tigulsteini og gerir það borgina snotra og' sviphýra. Margar fallegar, gamlar kirkjur og- svo hið afar mikla hreinlæti gerir hana einnig mjög aðlaðandi. Verslun með afurð- ir úr nýlendum Hollendinga er önnur besta tekjulind borgarinnar (kaffi, tóbak, kryddvönir, kakaó) hin tekjulindin er iðnaður. Aðeins de- mantafágunin veitir yfir 12.000 manns atvinnu. Ríkislistasafnið geymir hinar dásamlegustu perl- ur meðal eldri listar. — Af nafni fljótsins Am- •stel og Dam, er svarar til orðsins flóðgarður, er nafn borgarinnar dregið. — Amsterdam er frá byrjun 13. aldar. Var hún í félagi við Hansa- bandalagið og gi-æddi of fjár á verslun og' sigl- ingum. Árið 1600 var hún ein af stærstu og rík- ustu borgum Evrópu. 1795 varð hún höfuðborg í hinu bataviiska lýðveldi og 1808 í konungsrík- inu Hollandi. HAAG er stjórnarsetrið. Hið hollenska Uafn hennar er s'Gravenhage, þ. e. »Limgarður ei'eifans«. Liggur hún ca. 52 km. frá Amster- dam í hjeraðinu Suður-Holland og hefir með Uieð baðstaðnum Scheveningen 344.000 íbúa. f Haag býr drotningin og þar situr stjórnin og i'íkisþingið (»Generalstaterne«). 24. Prag. Tjekkar kalla hana Praha og ekki þarf að dvelja þar lengi til þess að sjá, að þessi borg hefir leikið stórt og þýðingarmikið hlutverk í sögu Evrópu. Á löngu liðnum öldum sátu þar drotnendur Bæheims og í höllinni s>Hradschin« sátu hinir þýsku keisarar, þar á meðal Rudolf 2., sem skaut skjólshúsi yfir Tycho Brahe. Borg- in, sem nú er höfuðborg í lýðveldinu Tjekko-Slo- vakíu, stendur á Ijómandi fögrum stað, báðum megin við hið breiða Moldau-fljót. Átta brýr eru yfir fljótið; meðal þeirra er Karlsbrúin með hin- um gömlu turnum sínum. Á hæð einni stendur höllin Hradschin og teygir sig hátt upp í loftið; og hingað og þangað í borginni er talsvert af skrautlegum, gömlum aðalshöllum, sem tilheyra eða hafa tilheyrt hinum gömlu aðalsættum. Hin gamla gyðingagata er nú að mestu niðurrifin, en samkunduhús Gyðinga og- ráðhús þeirra stendur enn, og bak við þau liggur hinn einkennilegi 800 ára gamli kirkjugarður þeirra. 1 Hradschin er ennþá sýndur glugginn, sem ráðherrum keisar- ans var fleygt út um — er varð byrjunin til 30- ára stríðsins — og í Teyn-kirkjunni er Tycho Brahe grafinn. — Borgin hafði við síðasta manntal 550.000 íbúa. Prag er frá 9. öld. Hinir jagellonsku konungar gerðu hana að höfuðborg í Bæheimi á miðöldunum. 25. Lissabon. Hún er höfuðborgin í Portúgal og er þar eitt- hvert fegursta borgarstæði í Evrópu, þar eð hún stendur á hjöllum upp frá Tejo-fljótinu og tek- ur yfir sjö hjalla. Hafði hún við manntal 1920 talsvert yfir 500.000 íbúa. Lissabon, sem á por- túgölsku heitir Lisboa, er skift í 4 umdæmi. Nokkur hluti borgarinnar er mjög gamall með þröngum og dimmum götum. Er það sá hluti, sem þyrmt var af hinum ógurlega jarðskjálfta 1755, þegar 30.000 manns mistu lífið. Annar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.