Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 32
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR þegar Olivetta komst eftir einhverju um Gian Narcone. Við töluðum lengi saman og loks ljet jeg undan kröfu hennar — hún er contadma — hún gleymir aldrei — og jeg skrifaði fyrsta brjefið til hr. Do- nelly. Jeg var hrædd urn að þjer munduð sjá og þekkja skrift mína, svo jeg keypti mjer skrifvjel. Lögreglustjórinn var drepinn þrátt fyr- ir aðvaranir okkar og svo gengust þjer fyrir því að hans yrði hefnt. — Þjer — eini vinur minn, bróðir Martels. Jeg vissi, að La Mafia mundi drepa yður nema þjer gætuð sigrað þá og mjer fanst jeg bera ábyrgð á þeirri hættu, sem þjer voruð og eruð í. Mjer fanst það skylda mín að hjálpa yður til þess að eyðileggja þetta bræðralag, enda þótt jeg kysi fremur að láta aðra berjast«. Hún gekk út að glugganum og leit nið- ur á dimma götuna. »Svo þjer hafíð hugsað um mig?« mælti hann. »Þjer hugsuðuð um mig áð- ur en við hittumst?« »Jeg hefi altaf hugsað til yðar«, mælti hún rólega, »þjer voruð eini vinur minn, og jeg var einstæðingur. Hún horfði á hann og brosti. »Og þjer hafið líka stund- um hugsað um Sikileyjarstúlkuna — var það ekki?« Rödd hans skalf, er hann svaraði: »Hvern dag hefi jeg sjeð yður í huga mjer, greifynja. Jeg varð þreyttur á bið- inni, en jeg fann á mjer að við ættum eft- ir að hittast«. Hún rjetti honum báðar hendur sínar. »Vinátta yðar hefir verið mjer mikil huggun og verður ætíð. Þegar jeg byrja nýtt líf, verður mjer mikil huggun að því að vita að yður líður vel—« »En jeg get aldrei orðið hamingjusam- ur!« mælti hann með ákefð. Hún stöðvaði hann með augnatilliti sínu. »Nú verðið þjer að fara. Jeg skal vísa yður veg. Meðan Cardi er laus megið þjer ekki koma hingað, það er of mikil áhætta fyrir okkur öll. Ef Olivetta kemst að ein- hverju skal jeg láta yður vita. Aumingja stúlkan, hún þarf mín í kvöld! Komið!« XIX. KAFLI. Felicité. »Þú varst einmitt sá maður, sem jeg vildi frekast hitta«, mælti Bernie Dreux, er hann morguninn eftir, af tilviljun, rakst á Norvin. »Jeg hefi uppgötvað dálít- ið«. »Svo, hvað er það?« »Ssh! Veggirnir hafa eyru«. Bernie leit um öxl. »Komdu!« Hann fór með Blake inn á kaffihús rjett hjá. »Þú getur aldrei getið upp á hvað þetta er«, mælti hann.er þeir voru sestir. »Jeg ætla heldur ekki að reyna það, Bernie. Þú ert orðinn svo leyndardóms- fullur«. »Jeg hefi fundið hann!« »Hvern ?« »Forsprakka glæpamannanna! Belisario Cardi!« Blake hrökk saman og brosið hvarf af vörum hans. Dreux hjelt áfram: »Þú trúir mjer kannske ekki, en þú þekkir hann. O’Neil þekkir hann líka. Hann nýtur almenningstrausts«. Norvin fór að halda, að vinur hans hefði af tilviljun komist að sannleikan- um. Dreux hallaði sjer aftur á bak í stóln- um og brosti sigrihrósandi. »Nú! Hvað heitir hann?« »Joe Poggi«. »Poggi? Það er eigandi ávaxtabúðar- innar, sem þú átt að hafa eftirlit með«. »Einmitt! Donelly grunaði hann«. »Bull! Poggi er sjálfur í lögreglunni«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.