Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 83 »Ómögulegt!« Bernie leit ergilega og vantrúarlega á Blake. »Hefir þú elt hann svo mánuðum skift- ir án þess að komast eftir þessu?« »Jeg — jeg — ja, en það er hann samt sem áður«. »Ó! Bernie, gefðu þig heldur við forn- gripaversluninnk. Bernie roðnaði af reiði. »Sje hann ekki í hópnum, hversvegna var hann þá með Salvatore, di Marco og Frank Garcia nóttina eftir morðið á Donelly? Hvað hefir hann saman við Cæsar Maruffi að sælda, ef það er ekki til þess að kúga út úr honum fje?« Blake hætti að hlægja og fór að hlusta með áfergju. »Maruffi!« hrópaði hann. »Hvað er nú um hann?« »Joe Poggi kúgar peninga út úr Ma- ruffi, til þess að verja vini sína. Hann var hjá di Marco einni klukkustund áður en Salvatore var handtekinn. Jeg hefi oft sjeð hann með Garcia og Bolla og Car- doni«. »Hversvegna hefir þú ekki sagt O’Neil þetta?« »Jeg drap einu sinni á þetta við hann, en hann vildi ekki hlusta á mig. Hann hló að mjer. Poggi hefir verið veikur undan- farið, en...« Bernie hikaði og roðnaði við. »Jeg hefi kynst konunni hans — við erum góðir vinir«. »Og hvað hefir hún sagt þjer?« »Ekki neitt sem máli skiftir, en jeg held að hún sje aðstoðarmaður manns síns. Vesalings Cæsar, hann er ríkur og Poggi pínir hann um peninga! Þar sem Joe er í lögreglunni, veit hann alt sem skeður. Það er ekkert merkilegt, þó þið getið ekki yfirbugað La Mafia«. »Við Jupiter!« hrópaði Norvin. »Jeg hefi verið varaður við njósnurum. En hann getur ekki verið njósnarinn«. Hann fór að þaulspyrja Bernie svo hann komst í mesta bobba. »Hvernig kyntist þú frú Poggi?« spurði hann. »Hún komst einu sinni að því að jeg elti sig«, mælti hann, »svo jeg sagði henni að jeg væri hrifinn af fegurð hennar. Jeg slapp laglega frá því«. »Er hún falleg?« Bernie kinkaði kolli. Hún er afskapleg daðurdrós og sá ógurlegasti skapvargur«. Hann kiptist við. »Hún mundi reka mann í gegn eða bíta af manni eyrun, ef hún fengi grun um hver maður væri. Hún er háskalega afbrýðissöm!« »Það hlýtur að vera fremur óþægilegt fyrir þig«. »Nei. En það er annað til, sem jeg er enn hræddari við en La Mafia — Feli- ci'té«. »Ungfrú Delard getur ekki verið hættu- leg«. »Jæja! Ekki«, mælti piparkarlinn í háði. »Þú ættir bara að sjá. ..« Hann kiptist við og hann glápti í angist fram að innganginum. Svo náfölnaði hann, leit í kring um sig eins og til að sjá, hvort ekki væri hægt að flýja. »Þarna kemur hún!« Norvin sneri sjer við og leit á miss Delard, sem flýtti sjer til þeirra. Hún var mjög lítil en virtist vera í mesta vígahug. Hún staðnæmdist gagnvart Dreux og það gneistaði úr augum hennar. »Nú, hvar er hún?« »Felici'té« stamaði Dreux. Farðu ekki að skammast hjer núna«. Felici'té stappaði fætinum í gólfið og hrópaði aftur, gleymandi öllu, nema af- brýðisemi sinni. »Hvar er hún? ef jeg má spyrja. Nú? Þú ert hræddur við að svara mér!« Lítil hendi fór upp að eyra Bernies og kleip í það. »Æi — æi!« æpti hann hátt. »Felici'té, vektu ekki hneyksli«. Einn af þjónunum fór að hlægja. n»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.