Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 67 húsi La Branches. — Sat Rillean þar á kassa undir gluggum Myru Nell, en sjálf sat unga stúlkan við gluggana milli rós- anna eins og daginn áður. »Hefir þú tekið eftir nokkrum sjúk- dómseinkennum hjá þjer í dag?« spurði Blake ástúðlega. »Fjölda! Jeg dey langvinnum dauða.« Lecompte kinkaði dapurlega kolli. »Sjáðu bara yfirlitinn á andliti hennar.« »Jeg sé ekkert á kinnum hennar annað en endurskin þessara rauðu rósa.« »Það er hitaveiki,« mælti ungfrú Warren móðguð. Hún tók upp spegil og virti hið glaða, unglega andlit sitt fyrir sjer. Bólan tekur sjúklinginn misjafn- lega. Hitaveikin er fyrsti vottur hennar hjá mjer. Hún hafði skift hárinu á miðju enni til þess að líta veikindalega út, en varð við það enn hraustlegri. Hún hafði sveip- að um sig besta, svarta sjalinu, er frú La Branche átti. Svo spurði hún drungalegri röddu: »Sjerðu annars enga breytingu á mjer?« »Jú. Mjer líst vel á nýju skiftinguna í hárinu á þjer!« »Vittoria segir, að jeg líkist myndurn af systir Doloreza, eða hvað hún hjet«. »Er ungfrú Fabrizi inni?« »Hjer inni? Hvar ætti hún annars að vera ? Er hún ekki yndisleg, Norvin? Jeg vissi, að þið munduð kynnast einhvern daginn«. »Spilar hún whist?« »Nei, auðvitað ekki, flónið þitt. Hún er — næstum því nunna. En við töluðum saman í alla nótt. ó, það er huggun að hafa einhvern hjá sjer sem hægt er að trúa. Jeg get ekki farið svo til Himnarík- is, að jeg ekki ljetti á samvisku minni. Jeg hefi meðgengið alt«. »En ef hún skyldi nú líka taka veikina og fara til himna?« »ó, hún er hjúkrunarkona. Þær eru eins og læknar, skilurðu það. Þær smitast aldrei. Heldur þessi viðurstyggilegi mað- ur enn vörð?« »Já, hann hiýtur með galopinn munn- inn«. »Bara að það flygi nú fluga ofan í hann«, mælti unga stúlkan heiftarlega. »Gætir þú ekki sloppið inn hjá honum? Við gætum átt indæla viku hjer inni«. Rillean hóf upp rödd sína og mælti af- brýðislega: »Og láta mig sitja hjer úti á kassanum. Það skal aldrei verða!« »Ó, þú gætir kornið með«. »Jeg virði lögin«, mælti Blake; en Le- compte hjelt áfram: »Jeg get yfir höfuð eklci skilið, hvað þú ert að gera hjer á þessum tíma dags, Blake. Hefir þú engar skyldur við versl- un þína?« »Jeg er fjelagi í Bólu-klúbbnum, svo jeg hefi rjett til að vera hjer.« »Við vorum að tala um hrísgrjón, gamla morgunskó og myrtugreinar þegar þú komst og truflaðir okkur«, hjelt Ril- lean áfram. »í hreinskilni sagt, finn jeg ekkert það í samræðum þínum, sem gam- an geti verið að fyrir unga, veika stúlku. Hversvegna talar þú ekki við þessa gull- hærðu hj úkrunarkonu ?« »Það er einmitt það, sem jeg hefi í hyggju«. »Vittoria er úti í eldhúsi að búa til handa mjer sjúkramatinn«, mælti Myra Nell. »Hún er víst að búa til búðing,aðjeg held. Jeg — jeg virðist þurfa sætmeti. Ef til vill er það líka sjúkdómseinkenni«. »Það er ábyggilegt«, mælti Blake. »Jeg ætla að spyrja hana hvað hún haldi«. Hann leit á vörðinn sofandi, stökk svo yfir hina lágu trjágirðingu og gekk á bak við húsið. Hann heyrði Vittoriu syngja Sikiley- iskan ástasöng, þegar hann kom í blóma- 9'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.