Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 18
68 NÝ-JAR KVÖLDVÖKUR garðinn. Hann kallaði á hana og hún kom út að glugganum í hvíta, stífa einkennis- búningnum sínum og brosti til hans. »Vitið þjer, að þjer eruð á glapstigum og getið auðveldiega komist í klípu fyrir tiltæki yðar?« spurði hún. »Vörðurinn sefur, og jeg þui-fti að tala við yður«. »Það er ekkert undarlegt þó aumingja maðurinn sofnaði. Myra Nell kennir hon- um um allar kröggur sínar, og ungu mennirnir eru að gera hann vitskertan«. »Er raunverulega nokkur hætta á smit- un?« »Ekki nokkur. Þessi sóttkví er aðeins formsatriði. En barnið« — hún skeilililó — »hún læst vera voðalega hrædd. Hún leikur, litla hrekkjatóan«. Norvin roðnaði við tillit hennar. »Jeg gat alls ekki talað við yður í gær«. »Og þjer fáið heldur ekki tækifævi til þess nú«. »Jeg verð að tala við yður eina«. »ómögulegt!« »í kvöld. Þjer getið sloppið burtu und- ir einhverju yfirskini. Mjer liggur á því«. Hún leit spyrjandi á hann. »Sje þetta satt, skal jeg reyna það, en — jeg get ekki hitt yður í húsi Olivettu. Og þjer megið auk þess ekki fara einn að kvöldi dags inn í þann borgarhluta«. »Hvað eigið þjer við?« spurði hann undrandi yfir að hún þekti hættu þá, sem beið hans. »ó, það er ekki óhætt fyrir Ameríku- mann að vera þar á ferð nú. Ef til vill get jeg hitt yður í götunni þarna«. »Jeg skal bíða yðar«. »Það verður kannske orðið framorðið, nema jeg tali um það við Myra Nell«. »Nei, í guðannan bænum! Hún mundi óð og uppvæg heimta að fara með, bara af því að það var bannað«. »Gott, farið nú áður en þjer sjáist«. Allan seinni hluta dagsins óx eftir- vænting hans. Og þegar kvöld kom, gekk hann aftur og fram fyrir fi’aman hús La Branche, fullur af þrá og eftirvænting. Það var orðið mjög framorðið þegar Vittoria kom. »Myra Nell er svo málgefin«, mælti hún, »að jeg ætlaði aldrei að fá hana til að hátta. Hafið þjer beðið lengi?« »Það getur vel verið. Jeg veit það ekki ákveðið«. »Það er mjög gaman að þessu. Er það ekki?« Hún leit eftir skuggalegri götunni. »Þetta er alveg nýtt fyrir mig«. »Mig einnig«. »Jeg vona að enginn sjái okkur. Sig- nore Norvin Blake og hjúkrunarkona! Hvað mundi fólk segjak »Það er bekkur hjema nærri. Við get- um sest á hann og talað þar saman. Þeir sem um götuna ganga,munu telja okkur vinnuhjú«. »Þjer eruð bryti en jeg stofustúlka«, mælti hún hlæjandi. »Mjer þykir vænt um, að þjer getið hlegið«, mælti hann. »Þjer voruð sva sorgbitnar í Terranova«. »Jeg hefi lært hvers virði gleðin er. Lífið er fult af gleði, ef við bara gætum sjeð hana. Nú, en segið mjer hvað alt þetta þýðir. Jeg vissi, að það var eitthvað alvarlegt, annars hefði jeg ekki komið«. Ilmandi blóm drúptu niður yfir bekkinn og fyltu loftið af sætum ilmi; hlýtt var og kyrt. Hún horfði forvitnislega á hann. »Jeg hata alla byrjun«, mælti hann. »Mig hryllir við að tala um það sem skelfilegt er — við yður. Jeg vildi, að við mættum tala hjer saman um það, sem við sjálf vildum«. »Hjer getum við ekki setið lengi — að minsta kosti. En lofið mjer að geta hvað þetta er. Það er barátta yðar gegn þess- um morðingjum«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.