Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 38
88 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hluti borgarinnar er bjartari, betur bygður með fallegum hvítum húsum með lituðum steinþökum. Höfnin er einhver hin besta í Evrópu og mikil viðskifti við Vestur-Indíur, Suður-Ameríku og Afríku. Ekki er mikið um iðnað og mestöll versl- unin er á enskum höndum. Á 15. og 16. öld, þeg- ar landafundimir voru sem mestir, var Lissabon einhver mesta verslunarborg í Evrópu, og með- an Portúgal átti hinar stóru nýlendur sínar í Suður-Ameríku, Afríku og Jndíum, var Lissabon einnig mikilsráðandi borg. 26. Stokkhólmur. Þar sem Málaren fellur í tveim kvíslum út í Eystrasalt, stendur höfuðborg og stærsta borg Svíþjóðar, Stokkhólmur. Stundum er hún nefnd hinu skáldlega nafni, »Málarens drottning«, og fáar borgir eiga frekar skilið drotningarnafnið en hún. Þegar nefndar eru fegurstu borgir heimsins, er Stokkhólmur ávalt í fremstu röð, og eins og Svíþjóð er eitt af þeim löndum, sem í mjög ríkum mæli hafa verndað hina gömlu og fögru þjóðbúninga sína, þannig hefir Stokk- hólmur langt fram yfir aðrar borgir viðhaldið þjóðlegum blæ í byggingarstíl sínum. Þetta á sér einnig stað með hinar nýrri byggingar í borginni. Borginni er skift í fleiri hluta: Norð- urmálm (Norrmalm) og Austurmálm (Öster- malm), Kóngshólma (Kungsholm), Staðinn (»Staden«) með Riddara- og Heilagsandahólm- unum, Suðurmálm (Södermalm) og loks Saltsjó- eyjamar, sem saman standa af Skipshólmanum (Skeppsholmen), Kastalahólmanum, Beckhólman- um og Djurgárdsstaðnum. Þessir bæjarhlutar eru tengdir saman með brúm. Sjerstaklega eru það hinar mörgu kvíslir og straumar milli hólm- anna, sem veita borginni hið fallega og' ein- kennilega útlit. Margar afburða byggingar eru í hinum sænska höfuðstað: Konungshöllin, Ridd- arahúsið, ráðhúsið nýja, ríkisdagsbyggingin (þinghúsið) og Riddarahólmskirkjan, þar sem margir konungar og drotningar Svía eru jarð- aðir, þar á meðal Karl 12. Á Heilagsandahólm- inum er hinn yndislegi garður »Strömparterren«. 1 Djurgárdsstaðnum er »Nordiska Museetc (lista- og þjóðminjasafn) og rjett þar hjá er »Skansen«. 1 safni þessu eru ýmiskonar vopn og aðrir hlutir, sem gefa góða hugmynd um nor- ræna menningu, og gersamlega einstæðúr í heim- inum er »Skansen« með framsetningu sinni á byggingarstíl og lifnaðarháttum hinnar sænsku þjóðar um þúsundir ára. í sambandi við þetta er og' dýragarður. í Djurgárdsstaðnum er hinn frægi skemtistaður Hasselbacken. Umhverfi Stokkhólms er eitthvert hið fegursta í Evrópu,. ekki aðeins sjávarmegin, heldur einnig upp til landsins. í námunda eru hallirnar Haga og Drotningarhólmur. Málefnum borgarinnar stjórna einn yfirlandstjóri, borgar-stjómarráð og 100 borgarfulltrúar, sem borgararnir kjósa. Borgar-stjórnarráðið saman stendur af fram- sögumanni borgarfulltrúanna og tveim auka- framsögumönnum, þremur, mest sex ráðmönn- um, sem kosnir eru af borgarfulltrúunum, og níu mönnum að auk, sem einnig eru kosnir af borg- arfulltrúunum og úr þeirra stjett. Ibúatala Stokkhólms var 1. janúar 1925 438.896. Er borg- in því næst stærsta borg á Norðurlöndum. Kon- ungurinn, stjórnin og ríkisdagurinn (þingið) sitja í Stokkhólmi og þar er einnig hæstirjettur- og miðstjórnin, einn háskóli og aðrar æðri mentastofnanir. Hinn mikli iðnaður og fjöruga verslun hefir gert Stokkhólm að velmegandi borg. Þar sem Stokkhólmur stendur nú, var fyr- ir löngu síðan fiskiver. Þegar Eistlendingar herjuðu á landið, bygði Knútur konungur Eriks- son borg til vamar og' í kring um hana myndað- ist svo bær, sem Birgir jarl gaf ýms sjerrjettindi 1255. 1389 lagði Margrjet drotning borgina und- ir sig. 1520 gaf borgin sig' á vald Kristjáns 2., sem stofnaði til hins sorglega blóðbaðs í Stokk- hólmi, og eftir að hann var rekinn frá völdum, hefir Stokkhólmur verið höfuðborg í hinu sjálf- stæða Svíaríki. 27. Montevideo. Hún er höfuðborg í ríkinu Uruguay í Suður- Ameríku. Er það auðug verslunarborg og hefir- 380.000 íbúa.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.