Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 30
80 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Það var ógætilegt að koma hingað — þjer eruð kannske eltur. Segið mjer fljótt hvað hefir gert yður svona lausmálan. »Jeg hefi fundið Belisario Cardi«. Hún fölnaði og augu hennar gneistuðu. »Já — það er ótrúlegt.« Rödd hans skalf. »Jeg þekki manninn, það er svo skrítið. Jeg hefi treyst honum og beðið hann hjálpar.« Hann þagnaði, því nú fyrst sá hann að hinn leyndardómsfulli brjefritari var ófundinn. Ef Maruffi ekki hafði skrifað brjefin, hver hafði þá gert það? Hann var voldugasti og ríkasti ítal- inn í bænum! »Guð minn góður! Það er hræðilegtk »Hann verður að sæta maklegri hefnd«, mælti Vittoria rólega. »Hvað heitir hann ?« »Cæsar Maruffi«. Vantrú og angist skinu út úr svip hennar. »Nei!« mælti hún seinlega. »Nei!« »Þekkið þjer hann?« Hún kinkaði kolli, svo leit hún óttasleg- in um öxl. »Madonna mia! Cæsar Maruffi! Þjer eruð viti yðar fjær! Það getur ekki verið Cæsar. Jeg trúi því ekki«. »Cæsar! Cæsar!« hrópaði hann. Hvers- vegna kallið þjer hann það? Hversvegna efist þjer? Hvað þekkið þjer hann?« Hún gekk frá honum. »Það er enginn efi á þessu«, mælti hann. Hann er Cardi. Jeg veit það. Jeg. .« »Bíðið, bíðið! Segið mjer þetta ekki — ekki ennþá«. Hún reikaði til dyranna og hrópaði: »01ivetta! Komdu fljótt, sorella mia! Flýttu þjer«. Olivetta kom full eftirvæntingar. »Það hefir komið eitthvað ilt fyrir; segið mjer það strax«, mælti hún og gleymdi að heilsa. »Nei, ekkert slæmt«, mælti Blake. »Vinur okkar hefir uppgötvað dálítið hræðilegt«, mælti Vittoria veikri röddu.. »Jeg get ekki trúað — jeg — jeg vildi að þú heyrðir það, carina«. Hún bandaði til Norvins með hendinni, til merkis um að hann skyldi byrja frásögn sína. »Jeg hefi altaf leitað að sameiginlegum fjandmanni okkar, Belisario Cardi og — jeg hefi fundið hann«. Olivetta hrópaði upp yfir sig af gleði og sigurhrósi. »Guð veri lofaður! Hann lifir; það er gott. Jeg var hrædd um að hann hefði svikið okkur«. »Heyrðu áframhaldið!« mælti Vittoria. með rödd sem kom Olivettu til að hrökkva. við. »Enn veistu ekki alt«. »Jeg veit ekkert annað en það, að hann lifir. Blóð hans skal greiða okkur blóð ættmenna okkar. Það er það sem við unn- um eið að, og jeg hefi ekki gleymt því,. jafnvel þótt þú hafir gert það. Hann skal deyja og sál hans fordæmast. Hún talaði af sama æðisgengna hatrinu sem í Terra- nova, er hún formælti morðingjum föður síns. »Hann nefnir sig Cæsar Maruffi«,. mælti Blake. Það varð andartaks þögn; svo mælti hún stillilega: »Það eru ósannindi«. »Nei! Nei! Jeg sá hann þá nótt. Jeg sá hann aftur í kvöld«. »Það er ómögulegt«. »Það segi jeg líka«, mælti Vittoria á- kaft. »Nei! Nei! Það væri hræðilegt«. Blake varði málstað sinn undrandi og reiður. »Trúið hverju sem ykkur sýnist, en satt er það samt. Jeg get svarið ykkur að hann er Belisario Cardi«. »Guð hjálpi mjer«, mælti dóttir Fer- rara og gerði krossmark fyrir sjer. Hún starði í skelfingu á Vittoriu. »Guð hjálpi mjer«. Hvað eftir annað endurtók hún orðin og krossaði sig.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.