Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 63 »Varst þú hræddur, Norvin?« Unga stúlkan brosti til hans. »Afskaplega. Jeg er ekki enn jafn-góð- ur. Mig langar næstum því til að fara að ráðum Lecompts og brjótast inn«. Hún klappaði saman höndunum af gleði, en þá stóð vörðurinn á fætur og mælti: »Nei! Þjer farið ekki innk »Jeg mundi aldrei leyfa neitt slíkt. Það væri svívirðing«, sagði Bernie. »Jeg — get alls ekki hýrst hjer viku- tíma. Jeg dæi úr leiðindum«. »Þá skal jeg sjálfur koma inn til þín«, mælti bróðir hennar. Myra Nell varð mjög hrædd við þetta tilboð. »Nei, nei — ekki þú! Jeg verð að fá ein- hvern sem getur hjúkrað mjer, þegar jeg veikist«. »Hversvegna heldur þú að þú fáir sýk- ina ?« »úh! Jeg finn að sóttkveikjurnar skríða allstaðar í kringum mig; jeg get stungið þær með prjónum«. Hún kreisti tár fram í augun á sér. »Mjer dettur gott ráð í hug«, mælti Norvin. »Jeg ætla að reyna að ná í hjúkr- unarkonuna sem frelsaði líf þitt þegar þú dast af baki«. »Vittoria? Já, það væri ágætt. En Nor- vin, það var hesturinn, sem kastaði mjer &f sjer!« Hún gretti sig til viðvörunar, svo Bernie ekki grunaði neitt. »Hann var -afskaplegur fiörgapi«. »Jeg hefi engin efni á því að kosta kjúkrunarkonu handa þjer og þú þarft Leldur enga«, mælti Bernie. »Það er gott Benny, ef þjer er svo sama um líf mitt, tærist jeg upp og dey. Þegar fjölskyldu munaðarlausrar stúlku er svo sama um hana, þá er best fyrir hana að 'deyja«. »Jæja þá«, mælti bróðir hennar reiðu- lega. »Það gerir mig öreiga, en þú verð- ur nú sem fyr að fá vilja þinn«. Myra Nell hristi þunglyndislega höfuð- ið. »Nei, ekki fyrst þú segir þetta svona. Ef hún væri hjer, gæti hún auðvitað klipt af mjer hárið, þegar jeg væri orð- in veik og lögst í rúmið; hún gæti baðað andlit mitt, þegar fegurð mín væri horf- in, og hún gæti hlustað á örvæntingu mína og skilið mig, því að hún er kona. En jeg er ekki þess virði. Ef til vill gæti jeg kom- ist af ein, því á eftir verð jeg hvort sem er að verða kenslukona eða nunna, þegar jeg er öll útsteypt í bóluörum«. »Guð minn góður!« Bernie þurkaði af sjer svitann með skjálfandi hendi. »Held- ur þú að þetta geti komið fyrir, Norvin?« »Það er óumflýjanlegt«, mælti ungfrú Warren kæruleysislega. En alt í einu datt henni eitthvað í hug, sem gerði hana ör- vita af hræðslu. »ó!« hrópaði hún. »Nú datt mjer það alt í einu í hug —! Jeg átti að verða drotning á grímudansleiknum! Nú verð jeg ljót og örótt ef jeg næ mjer, en jeg lifi það ekki af. Þú mátt eiga grímubúninginn minn, Benny. Geymdu hann til eilífra menja. Og Norvin má eiga af mjer hárið«. »Heyrðu! Jeg — vil ekki eiga hárið«, mælti Blake. — »Jeg á við, ekki án —«. »Það er alt, sem jeg get gefið þjer«. »Það er alls ekki víst að þú fáir ból- una!« »Við — skulum nú ná í ungfrú Fab- rizi«, mælti Bemie skjálfandi af hræðslu. »Bíddu hjerna og talaðu við hana, meðan jeg verð í burtu«, mælti Norvin í flýti. »Og Myra Nell, jeg skal sækjahanda þjer firn af súkkulaði. Þú skalt fá all- ar óskir þínar uppfyltar ef þú aðeins vilt sætta þig við tilveruna.« »Mundu að það er gegn vilja mínum,« mælti unga stúlkan. »En hún er ekki á sjúkrahúsinu núna; hún býr í ítalska hverfinu«. Hún sagði honum heimilisfangið og hann flýtti sjer burtu.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.