Nýjar kvöldvökur - 01.06.1929, Blaðsíða 10
60
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
aðist af þungri steinhurð. Þar sátu öll
börn þeirra hringinn í kring meðfram
veggjunum. Snögt — eins og í eldingar-
leiftri — sýndi frú Sigríður honum lang-
an, hvassan dolk, svo benti hún á börnin:
»Gefðu nú börnunum þínum blessun
þína, Knútur!« mælti hún. — »Og það
skalt þú vita bóndi minn, að þú getur ó-
kvíðinn beðið dauða þíns á virkismúrun-
um, eins og skyldan býður þér — þú
þarft engar áhyggjur að hafa fyrir konu
þinni eða börnum«.
»Sigríður, Sigríður!« hvíslaði Knútur
— »hugsaðu um sál þína!«
»Sál mína?« mælti frú Sigríður og leit
á hann með stoltu augunum, sem aldrei
létu neitt uppi. — »Sál mín er í börnunum
mínum, sem Guð gaf mér til varðveizlu!
— Ver þú eins vel, það sem þér er trúað
fyrir!«
Knútur horfði í kringum sig á öll
börnin sín. Þau brostu lítið eitt, við-
kvæmt, angurvært — það fanst á, að þau
höfðu fengið gott uppeldi, öll vissu þau,
hvað fyrir þeim lá, en það var ekki æðra
eða kveinstafir þeirra, sem fékk hjarta
Knúts til að skjálfa af sárum ekka, held •
ur þessi fullkomna, háleita ró og djörf-
ung til að mæta dauðanum, þegar stundin
kæmi. Hann kysti þau öll — Sigríði kysti
hann síðast — og fór svo út. —
Rétt á eftir stóð hann á virkisveggnum
og athugaði ákefð óvinanna og -— hann
vissi hvað í vændum var á þessari nóttu:
Eitt einasta stormáhlaup ennþá — og alt
var á enda... Hann sá í anda öll börnin
sín sitja meðfram veggjunum í hvelfing-
unni, og hann vissi, að Sigríður mundi
ekki hika eða hendur hennar skjálfa. .
þegar... hún... Knútur orkaði ekki að
hugsa þá hugsun til enda — en hann sá
eins og í sýn barn eftir barn hneigja sig
fyrir hinum blikandi dauða dolksins.
»Sál mín er í börnunum mínum, sem
Guð gaf mér til varðveizlu...« Knútur
þrýsti báðum höndunum að brynju-
klæddu brjóstinu og hvíslaði hálfgrát-
andi:
»Að þú skulir þui*fa að læra hugprýði
af konu, Knútur! — Hún fórnar sálu-
hjálp sinni — en þú. . þú gruflar og ef-
ast, þangað til hinir gráu moskovit-varg-
ar velta sér yfir virkisveggina, taka
kastalann, eyða Wiborg, brenna og bræla
þúsundir húsa og heimila — því þegar
Wiborg er unnin stendur vegurinn þeim
opinn yfir alt Kirjálaland... Konulík þús-
undum saman munu standa uppreist,
negld við hina hvítu, meyjarlíku birki-
stofna. Brendir barnalíkamir — ennþá
lifandi —- munu engjast í kvölunum og
hrópa á móti mér: Svona varðir þú okk-
ur, Knútur Possi! — og þó áttir þú í þín-
um vörzlum afl til að frelsa okkur og
— börnin þín og — Sigríði....!«
Það setti að honum ekka, og grátandi
afréð hann hvað gera skyldi:
»Sigríður«, tautaði hann — »elskaða
hugprúða Sigríður — áður en þú verður
neydd til að glata sál þinni, mun eg nú
hætta minni!«
... Menn Knúts treystu honum í blindni
— svo var traust þeirra á honum mikið,
að þegar hann nú gaf fyrirskipanir, sem
öllum fanst vera óðs manns æði, hlýddu
þeir honum þó möglunarlaust. — Þar
næst hvarf hann þeim sjónum litla stund.
Allir í kastalanum biðu næturinnar í
ósegjanlegri angist. Konurnar lágu á
knjánum og sneru andlitunum til himins
— með brennandi bænum reyndu þær að
safna hugrekki til þess að mæta því
skelfilegasta.
Um miðja hina koldimmu desember-
nótt gerðu Moskovitar stonnáhlaup sitt.
Múrbrjótarnir dundu á virkinu í sífellu,
svo alt lék á reiðiskjálfi. í þúsundatali
klifruðu óvinirnir upp á múrana, stóðu
þar nokkur augnablik, voru höggnir nið-
ur, en aðrir klifruðu upp jafnharðan. óp